Sport

Raygun á rúðu­þurrkunni og bretta­kappinn í klósettinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raygun er á rúðuþurrkunni á þessum bíl og breikdansar þegar þurrkan fer af stað.
Raygun er á rúðuþurrkunni á þessum bíl og breikdansar þegar þurrkan fer af stað. X

Ólympíuleikarnir í París eru að baki og þeir gáfu okkur fullt af góðum minningum sem verða endast okkur á meðan við bíðum í fjögur ár eftir næstu leikum í Los Angeles.

Það voru ekki aðeins verðlaunahafarnir sem slógu í gegn þessar rúmu tvær vikur í París því sumir keppendur urðu að frægum „mímum“ á alnetinu.

Ógleymanleg frammistaða sumra var ekki nóg til að vinna gullið en þau tengdu samt við svo marga út um allan heim.

Svo má ekki gleyma því að sniðuga fólkið á samfélagsmiðlum var fljótt að breyta sumum þeirra í svokölluð „mím“ á netinu.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig nokkrir hafa nýtt sér þessar óvæntu stjörnur til að merkja hjá sér bílinn, útidyradyrnar og jafnvel klósettið.

Þar má sjá ástralska breikdansarann Raygun á rúðuþurrkunni, tyrkneska skotmanninn Yusuf Dikec á bílnum, suður-kóresku skotkonuna Kim Ye-ji í kringum gægjugatið á útidyrahurðinni og svo brasilíska brettakappann Gabriel Medina í klósettinu. Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×