Lífið

Reynir festi kaup á 210 milljón króna þak­í­búð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Reynir Grétarsson er einn stofnenda CreditInfo og er meðal ríkustu Íslendinganna.
Reynir Grétarsson er einn stofnenda CreditInfo og er meðal ríkustu Íslendinganna. Aðsend

Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir, stór hluthafi í Sýn og einn stofnenda Credit Info, festi kaup á 190 fermetra íbúð í nýju sjö hæða fjölbýlishúsi við Borgartún í Reykjavík. Hann greiddi 210 milljónir fyrir eignina.

Eignin skiptist í forstofu, rúmgott alrými, hjónasvítu með fataherbergi og sérbaðherbergi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Svalir snúa í norður, vestur og stórar þaksvalir í suður. Tvö bílastæði fylgja íbúðinni. 

Glæsihús í Fossvogi

Fyrir á Reynir glæsilegt einbýlishús við Bjarmaland í Fossvogi. Húsið er á sölu og óskar hann eftir tilboði í eignina. Húsið er 289 fermetrar að stærð og byggt árið 1968. Heimilið hefur verið innréttað á glæsilegan máta þar sem klassísk hönnunarhúsgögn og málverk eru í aðalhlutverki.

Allt er til alls í eigninni, má þar nefna líkamræktarherbergi, bíósal og billiad herbergi.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Reynir er í sambandi með Margréti Ýr, kennara og stofnanda Hugmyndabankans. Parið byrjaði saman í byrjun árs eftir að hafa verið að hittast um tíma. 

Reynir er einn ríkasti maður landsins og meðal annars í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group.

Margrét Ýr heldur uppi miðlinum Hugmyndabankinn þar sem finna má hugmyndir að föndri og leikjum fyrir börn á öllum aldri.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×