Handbolti

IHF segir Dag­mar tákn um þraut­seigju

Sindri Sverrisson skrifar
Dagmar Guðrún Pálsdóttir var með myndarlegt glóðarauga eftir höggið sem hún fékk gegn Gíneu en lét það ekki stöðva sig.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir var með myndarlegt glóðarauga eftir höggið sem hún fékk gegn Gíneu en lét það ekki stöðva sig. IHF

Seigla Dagmarar Guðrúnar Pálsdóttur í leik á HM U18-landsliða í Kína vakti athygli, er hún lét þungt högg á auga ekki stöðva sig.

Dagmar er markahæst Íslands á mótinu og hefur skorað tuttugu mörk í fimm leikjum.

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, vakti sérstaka athygli á þrautseigjunni sem Dagmar sýndi í og eftir 25-20 sigrurinn gegn Gíneu í riðlakeppninni.

Dagmar fékk þar þungt högg í andlitið, eins og sjá má hér að neðan, en höggið kom ekki í veg fyrir að hún yrði valin maður leiksins. Leikmaður Gíneu fékk rautt spjald fyrir höggið.

Í færslu IHF um Dagmar er fjallað um orðið þrautseigju (e. resilience), sem tákni getuna til að þola eða jafna sig hratt á erfiðleikum. Hörku.

Dagmar tók á móti verðlaunum sínum sem maður leiksins með kælipoka á andlitinu. Hún var svo mætt í slaginn í næsta leik með myndarlegt glóðarauga, þegar Ísland gerði 20-20 jafntefli við Egyptaland í Forsetabikarnum.

Ísland tapaði svo 27-14 gegn Rúmeníu í gær og spilar því við Indland á morgun í keppni um 25.-28. sæti mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×