Innherji

Á­hyggju­efni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðla­bankarnir lækka vexti

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að núverandi aðhald peningastefnunnar, sem birtist í ríflega fjögurra prósenta raunvöxtum, ætti að öllu eðlilegu að vera nóg. „En það er ljóst að Íslendingar hafa meira þol fyrir háum vöxtum en margar aðrar þjóðir.“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að núverandi aðhald peningastefnunnar, sem birtist í ríflega fjögurra prósenta raunvöxtum, ætti að öllu eðlilegu að vera nóg. „En það er ljóst að Íslendingar hafa meira þol fyrir háum vöxtum en margar aðrar þjóðir.“ Stöð 2/Einar

Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.


Tengdar fréttir

Dvínandi á­hugi er­lendra sjóða á ís­lenskum ríkis­bréfum þrátt fyrir háa vexti

Þrátt fyrir tiltölulega háan vaxtamun við útlönd hefur fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra fjárfesta á ríkisskuldabréfum stöðvast á undanförnum mánuðum eftir að hafa numið tugum milljarða króna á liðnum vetri. Gengi krónunnar hefur að sama skapi farið nokkuð lækkandi og ekki verið lægri gagnvart evrunni frá því undir árslok 2023.

Verð­tryggingar­skekkja bankanna í hæstu hæðum vegna á­sóknar í verð­tryggð lán

Verðtryggingarskekkja stóru viðskiptabankanna, munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum á efnahagsreikningi þeirra, hefur margfaldast á aðeins átján mánuðum samtímis því að heimili og fyrirtæki flykkjast yfir í verðtryggða fjármögnun í skugga hárra vaxta. Skuldabréfamiðlari telur sennilegt að þessi þróun muni halda áfram af fullum þunga á næstunni sem ætti að óbreyttu að viðhalda raunvöxtum hærri en ella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×