Sport

Þvinguðu leik­mann til að klippa hár sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Duclair í leik með Tampa Bay Lightning í úrslitaeinvíginu um Stanley bikarinn.
Anthony Duclair í leik með Tampa Bay Lightning í úrslitaeinvíginu um Stanley bikarinn. Getty/Mark LoMoglio

Íshokkímaðurinn Anthony Duclair var að skipta um lið í NHL-deildinni en það þýddi líka stóra fórn hjá honum.

Duclair var með myndarlega dredda en það bjó til vandamál. Samkvæmt reglum New York Islanders þá varð hann að klippa hárið sitt ætlaði hann að spila fyrir félagið.

Duclair spilaði áður með Tampa Bay Lightning og þar mátti hann vera með þessa dredda. Hann hefur verið lengi að safna og spilað yfir fimm hundruð leiki í deildinni.

Nú er aftur á móti komið að tímamótum og Duclair birti mynd af afskornum dreddum sínum á samfélagsmiðlum. Hann setti með grátkarl.

81 árs gamall eigandi Islanders setur þessar reglur. Leikmenn verða að raka sig og hárið má ekki ná nema niður að öxlum. Leikmenn verða líka að mæta í leiki með bindi og mega heldur ekki bera neina skartgripi.

Duclair hefur alls spilað 563 leiki á ellefu tímabilum í NHL. Hann hefur fengið 303 stig fyrir annað hvort að skora mark eða gefa stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×