Sport

Bannað að keppa á Ólympíu­móti fatlaðra vegna húð­flúra sinna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svona húðflúr kemur í veg fyrir þátttöku keppenda á Ólympíumóti fatlaðra.
Svona húðflúr kemur í veg fyrir þátttöku keppenda á Ólympíumóti fatlaðra. Getty/Quinn Rooney

Keppendur á Ólympíumóti fatlaðra mega ekki vera með ákveðin húðflúr á líkama sinum. Þátttakendur á Ólympíumótinu í ár gætu þar með lent í því að vera bannað að keppa á mótinu séu þeir með húðflúr á skrokknum.

Dæmi um húðflúr sem er á bannlista er húðflúr með sjálfum Ólympíuhringunum. Ólympíumót fatlaðra, eða Paralympic Games á ensku, fellur ekki undir Alþjóðaólympíunefndina, IOC.

Alþjóðanefnd Ólympíumóts fatlaðra, IPC, bannar keppendum að nota húðflúr sem auglýsingar. Ólympíuhringirnir eru taldir vera slík auglýsing.

Þessu fékk breski sundamaðurinn Josef Craig að kynnast fyrir nokkrum árum. Hann var með Ólympíuhringina húðflúraða á brjóstkassann sinn.

Craig vann sinn riðil í 100 metra skriðsundi á Evrópumótinu í aðdraganda Ólympíumóts fatlaðra í Ríó 2016 en var dæmdur úr leik vegna húðflúrs síns. Craig keppti því ekki á Ólympíumóti fatlaðra.

Íþróttafólk sem keppir á Ólympíuleikunum merkir sig oft með Ólympíuhúðflúri í tilefni að því að vera orðin Ólympíufari en fólkið á Ólympíumóti fatlaðra þarf að fara aðra leið til að halda upp á slíkt afrek ætli þau að mæta aftur eftir fjögur ár.

Setningarhátíð Ólympíumót fatlaðra fer fram 28. ágúst næstkomandi en Íslands á fimm keppendur á mótinu í ár. Þau eru Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir, Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×