Handbolti

Valur fær svartfellskan liðs­styrk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Miodrag Corsovic er kominn til Vals.
Miodrag Corsovic er kominn til Vals. valur

Evrópubikarmeistarar Vals hafa fengið svartfellskan línumann, Miodrag Corsovic, til liðs við sig. Hann samdi við félagið út tímabilið.

Corsovic kemur til Vals frá Trimo Trebnje í Slóveníu þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil. Áður lék hann í Svartfjallalandi.

Hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val þegar liðið mætir FH í Meistarakeppni HSÍ á miðvikudaginn. Valur fær svo Bjelin Spacva Vinkovci í heimsókn í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir viku. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er gegn ÍBV fimmtudaginn 5. september.

Corsovic er væntanlega ætlað að fylla skarð Tjörva Týs Gíslasonar sem er farinn til Bergischer í Þýskalandi.

Á síðasta tímabili varð Valur bikarmeistari og vann EHF-bikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×