Sport

Sigur­vegarar Reykja­víkur­mara­þonsins komu frá Portúgal og Rúmeníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philemon Kemboi (2. sæti), José Sousa (1. sæti) og Odd Arne Engesæter (3. sæti) eftir maraþonið.
Philemon Kemboi (2. sæti), José Sousa (1. sæti) og Odd Arne Engesæter (3. sæti) eftir maraþonið. vísir/viktor freyr

José Sousa frá Portúgal og Anca Irina Faiciuc frá Rúmeníu komu fyrst í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í dag.

Sousa hafði nokkra yfirburði og hljóp maraþonið á 02:20:33. Keníumaðurinn Philemon Kemboi varð annar á 02:27:27 og Norðmaðurinn Odd Arne Engesæter kom þriðji í mark á 02:30:49.

Fyrsti Íslendingurinn í karlaflokki var Sigurður Örn Ragnarsson en hann hljóp á 02:37:06. Hann var í 7. sæti í heildina.

Anca Irina Faiciuc, sigurvegarinn í kvennaflokki.vísir/viktor freyr

Faiciuc vann sigur í kvennaflokki en hún hljóp á 02:46:05. Freya Mary Leman frá Bretlandi varð önnur á 02:23:54 og hin bandaríska Kerry Ann Arouca þriðja á 02:21:46.

Verena Karlsdóttir var fyrst Íslendinganna í kvennaflokki og í 9. sæti í heildina á 02:57:46.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×