Dagskráin í dag: Átta leikir í Bestu-deildunum, Formúlan, þýski boltinn og fleira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 06:01 Valskonur heimsækja FH í lokaumferð Bestu-deildar kvenna í dag. Vísir/Anton Brink Óhætt er að segja að nóg verði um að vera á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Lokeumferð Bestu-deildar kvenna verður leikin í dag og alls verða sextán beinar útsendingar á þessum síðasta sunnudegi ágústmánaðar. Við hefjum leik úti á golfvelli þar sem lokadagur Women‘s British Open fer fram á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 11:00 áður en farið verður af stað í hollenska kappakstrinum í Formúlu 1 á Vodafone Sport klukkan 12:30. Klukkan 13:25 hefst svo upphitun fyrir lokaumferð Bestu-deildar kvenna á Stöð 2 Sport, en að umferðinni lokinni verður deildinni skipt upp í efri og neðri hluta. Öll lokaumferðin verður leikin á sama tíma og hefst útsending frá öllum leikjum klukkan 13:50. Íslandsmeistarar Vals heimsækja FH á Stöð 2 Sport, Tindastóll og Keflavík eigast við á Stöð 2 Sport 2, Víkingur sækir Breiðablik heim á Stöð 2 Sport 5 og á hliðarrásum Bestu-deildarinnar eigast Fylkir og Þór/KA við annars vegar og Tindastóll og Keflavík hins vegar. Klukkan 16:10 færum við okkur svo yfir til Þýskalands þar sem tvö Íslendingalið etja kappi í þýska Ofurbikarnum á Vodafone Sport. Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir verða þá að öllum líkindum í eldlínunni þegar Bayern München og Wolfsburg eigast við. Þá tekur Besta-deild karla við með fjórum leikjum. Klukkan 16:05 eigast Valur og Vestri við á Stöð 2 Sport áður en Fylkir og FH mætast á sömu rás klukkan 19:00. Í millitíðinni mætast Fram og KA á Stöð 2 Sport 5 og ÍA og Breiðablik á hliðarrás Bestu-deildarinnar, en útsending frá þeim leikjum hefst klukkan 16:50. Ísey Tilþrifin verða svo á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 21:20. Að lokum fáum við að sjá tvo leiki í NFL-deildinni í amerískum fótbolta og einn í MLB-deildinni í hafnabolta. Padres og Mets eigast við í MLB-deildinni á Vodafone Sport klukkan 20:00 og klukkan 20:30 mætast Cardinals og Broncos í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 áður en Commanders og Patriots eigast við á sömu rás um leið og klukkan slær miðnætti. Dagskráin í dag Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Við hefjum leik úti á golfvelli þar sem lokadagur Women‘s British Open fer fram á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 11:00 áður en farið verður af stað í hollenska kappakstrinum í Formúlu 1 á Vodafone Sport klukkan 12:30. Klukkan 13:25 hefst svo upphitun fyrir lokaumferð Bestu-deildar kvenna á Stöð 2 Sport, en að umferðinni lokinni verður deildinni skipt upp í efri og neðri hluta. Öll lokaumferðin verður leikin á sama tíma og hefst útsending frá öllum leikjum klukkan 13:50. Íslandsmeistarar Vals heimsækja FH á Stöð 2 Sport, Tindastóll og Keflavík eigast við á Stöð 2 Sport 2, Víkingur sækir Breiðablik heim á Stöð 2 Sport 5 og á hliðarrásum Bestu-deildarinnar eigast Fylkir og Þór/KA við annars vegar og Tindastóll og Keflavík hins vegar. Klukkan 16:10 færum við okkur svo yfir til Þýskalands þar sem tvö Íslendingalið etja kappi í þýska Ofurbikarnum á Vodafone Sport. Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir verða þá að öllum líkindum í eldlínunni þegar Bayern München og Wolfsburg eigast við. Þá tekur Besta-deild karla við með fjórum leikjum. Klukkan 16:05 eigast Valur og Vestri við á Stöð 2 Sport áður en Fylkir og FH mætast á sömu rás klukkan 19:00. Í millitíðinni mætast Fram og KA á Stöð 2 Sport 5 og ÍA og Breiðablik á hliðarrás Bestu-deildarinnar, en útsending frá þeim leikjum hefst klukkan 16:50. Ísey Tilþrifin verða svo á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 21:20. Að lokum fáum við að sjá tvo leiki í NFL-deildinni í amerískum fótbolta og einn í MLB-deildinni í hafnabolta. Padres og Mets eigast við í MLB-deildinni á Vodafone Sport klukkan 20:00 og klukkan 20:30 mætast Cardinals og Broncos í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 áður en Commanders og Patriots eigast við á sömu rás um leið og klukkan slær miðnætti.
Dagskráin í dag Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira