Heldur upp á afmæli dótturinnar eftir sigur í Reykjavíkurmaraþoninu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 19:47 Sigurður Örn varð í dag Íslandsmeistari í maraþoni. Vísir/Skjáskot Sigurður Örn Ragnarsson varð í dag fyrsti Íslendingurinn í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er hann kom í mark á tímanum 2:37:07. „Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
„Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira