Lífið

Ítalskur vanillu­búðingur með ástaraldinsósu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eva Laufey er sannkallaður listakokkur og þaulvön að halda hverskyns veislur.
Eva Laufey er sannkallaður listakokkur og þaulvön að halda hverskyns veislur.

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups og matgæðingur, töfraði fram sumarlegan eftirrétt að hætti Ítala, Pannacotta. Hún segir eftirréttinn einfaldan og ljúfan og vinnuframlagið í algjöru lágmarki.

Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu

Hráefni:

500 ml rjómi

150 g hvítt súkkulaði

1 tsk vanilludropar

1 tsk. vanillukorn úr vanillustöng

2 plötur matarlím

Aðferð:

Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4-6 mínútur.

Á meðan hitið þið rjóma að suðu, bætið súkkulaðinu saman við og bræðið í rólegheitum.

Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanillu saman við, í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna.

Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt.

Ástaraldinsósa

3 stk ástaraldin

3 tsk. flórsykur

Skafið innan úr ástaraldininu og blandið saman við smá flórsykur, setjið yfir vanillubúðinginn áður en þið berið hann fram og njótið strax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.