Veður

Veður með ró­legasta móti

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu átta til fjórtán stig í dag.
Hiti verður á bilinu átta til fjórtán stig í dag. Vísir/Vilhelm

Hæðarhryggur þokast nú norðaustur yfir landið og er gert ráð fyrir að veður verði með rólegasta móti í dag. Spáð er fremur hægri breytilegri átt og víða þurrt og björtu, en dálítilli vætu norðaustanlands fram undir hádegi.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hiti verði á bilinu átta til fimmtán stig yfir daginn og hlýjast um landið sunnanvert. Það mun svo þykkna upp sunnantil á landinu í kvöld.

„Austan og norðaustan gola á morgun og skýjað með köflum, en kaldi eða strekkingur við suðurströndina og lítilsháttar væta. Hiti á bilinu 9 til 14 stig yfir daginn í flestum landshlutum.

Seint annað kvöld fer að rigna austantil, og á miðvikudag er útlit fyrir norðan golu eða kalda með vætu og svölu veðri á Norður- og Austurlandi, en þurrt suðvestanlands og sæmilega milt að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan og norðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en 8-13 við suðurströndina og lítilsháttar væta. Hiti 8 til 14 stig yfir daginn. Fer að rigna austantil um kvöldið.

Á miðvikudag: Norðlæg átt 5-13 og rigning um landið austanvert. Bjart með köflum á Suðvesturlandi, en skýjað og lítilsháttar væta norðvestanlands. Hiti 7 til 15 stig, mildast á Suðurlandi.

Á fimmtudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 og væta með köflum, en yfirleitt þurrt vestantil. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Vestlæg átt, skýjað og yfirleitt þurrt, en bjartviðri á Suður- og Suðausturlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag: Suðaustlæg átt og fer að rigna, en lengst af þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 9 til 15 stig.

Á sunnudag: Suðvestanátt og væta með köflum, en þurrt að kalla austantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×