Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur lengi verið á sveimi og þá sérstaklega eftir að bræðurnir birtu sama myndbandið á samfélagsmiðlum um helgina þar sem mátti sjá dagsetninguna „27.08.24“ sem breyttist svo í „8 am“.
— Oasis (@oasis) August 25, 2024
Í morgun var svo birt mynd af þeim bræðrum þar sem segir að sveitin muni halda alls fjórtán tónleika næsta sumar.
Oasis will tour the UK & Ireland in summer 2025!
— Oasis (@oasis) August 27, 2024
Tickets go on sale this Saturday 31st August.
IRE 🎟️ 8am IST
UK 🎟 9am BST
Full information 👉https://t.co/EtNuE2Hx6b
*These dates will be the band’s exclusive European appearances. pic.twitter.com/C5I0NVWS68
Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Cardiff í Wales 4. og 5. júlí og næstu fernir í heimaborg þeirra Manchester. Fernir tónleikar verða svo haldnir á Wembley í London, tvennir í Edinborg og loks tvennir í Dublin á Írlandi.
Britpoppsveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger.
Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og hætti sveitin ári síðar. Þeir bræður hafa eftir það mikið verið að senda hvor öðrum pillur opinberlega en nú virðast þeir hafa sæst á ný.
Miðasala á tónleikana næsta sumar hefst á síðasta degi ágústmánaðar.