Innherji

„Kaldar kveðjur“ að hið opin­bera við­haldi spennu á vinnu­markaði

Helgi Vífill Júlíusson og Hörður Ægisson skrifa
„Óháð fjölgun eða fjölda starfa höfum við því miður séð það undanfarin ár að laun opinberra starfsmanna hafa hækkað umfram almenna vinnumarkaðinn,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
„Óháð fjölgun eða fjölda starfa höfum við því miður séð það undanfarin ár að laun opinberra starfsmanna hafa hækkað umfram almenna vinnumarkaðinn,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm

Það eru kaldar kveðjur til fyrirtækja og landsmanna ef hið opinbera ætlar ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, að sögn framkvæmdastjóra SA, en hún segir að gögn sýni það „svart á hvítu“ að sá atvinnugeiri standi undir vexti í fjölgun starfa og viðhaldi því spennu á vinnumarkaði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir það hins vegar ekki rétt og bendir á að ef litið er til þróunar nýrra starfa eftir rekstrarformum þá hafi þeim fjölgað í takt við almennan vinnumarkað hjá ríki og sveitarfélögum.


Tengdar fréttir

Einkageirinn standi í erfiðri samkeppni við hið opinbera um fólk

Ráðgjafi stjórnar Samtaka atvinnulífsins segir einkageirann hafa skroppið saman á meðan hið opinbera þenjist út. Í liðinni viku birti Hagstofan bráðabirgðatölur um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna árið 2021. Á tímabili kórónukreppunnar er heildarniðurstaðan sú að starfandi fólki fækkaði um 4 prósent og heildarlaunagreiðslur, eða launasumman, dróst saman um 4 prósent milli áranna 2019 og 2021.

Á­hyggju­efni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðla­bankarnir lækka vexti

Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×