Sport

Már og Sonja fána­berar Ís­lands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sonja Sigurðardóttir og Már Gunnarsson verða fánaberar Íslands.
Sonja Sigurðardóttir og Már Gunnarsson verða fánaberar Íslands. ÍF

Sundkonan Sonja Sigurðardóttir og sundmaðurinn Már Gunnarsson verða fánaberar Íslands á opnunarhátið Paralympics sem hefjast á morgun, miðvikudag.

Frá þessu er greint á vef Íþróttasambands Íslands. Þar segir að í fyrsta sinn verið setningarhátíð Paralympics haldin fyrir utan leikvang líkt og var gert á Ólympíuleikunum í síðasta mánuði

Setningarhátíðin að þessu sinni verður haldin inn í miðri París. Íþróttafólkið sem tekur þátt á Paralympics mun fara í skrúðgöngu um Avenue des Champs-Elysses og fara að Place de la Concorde. Búist er við allt að 65 þúsund áhorfendum. 

Sonja keppir í 50 metra baksundi og 100 metra skriðsundi. Þetta eru hennar þriðju leikar en hún keppti einnig í Peking árið 2008 og Ríó árið 2016. 

Már keppir í 100 metra baksundi og er þetta í annað sinn sem hann keppir á leikunum. Hann keppti á leikunum í Tókýó árið 2021.

Setningarhátíðin hefst klukkan 18.20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan 20.20 í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×