Hundrað og fimmtíu missa vinnuna hjá Controlant Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 09:34 Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant segir um erfiða en nauðsynlega ákvörðun að ræða. Vísir/Vilhelm Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant hefur sagt upp 150 starfsmönnum, um þriðjungi starfsmanna, í hagræðingaraðgerðum. Nú starfa 290 manns hjá fyrirtækinu sem óx á ógnarhraða í heimsfaraldri með lykilhlutverk í dreifingu bóluefna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. „Krefjandi aðstæður á alþjóðamörkuðum og tafir í nýfjárfestingum hafa markað rekstrarumhverfið undanfarin misseri. Controlant þjónustar eftirlitsskyldan iðnað og hefur langt sölu- og innleiðingarferli einnig haft áhrif á verkefnastöðu,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þessa hefur tekjuspá félagsins verið uppfærð og reynist nauðsynlegt að grípa til aðgerða, þar með talið fækkun starfsfólks til þess að draga úr rekstrarkostnaði og aðlaga starfsemi félagsins að þeim verkefnum sem framundan eru.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali vegna málsins en í svari Láru Hilmarsdóttur upplýsingafulltrúa Controlant er þeirri beiðni hafnað og vísað í tilkynningu. Um er að ræða aðra hópuppsögnina hjá fyrirtækinu á árstímabili. 79 starfsmönnum var sagt upp störfum í nóvember á síðasta ári. Erfið en nauðsynleg ákvörðun Starfsfólki fækki þar með um 150 þvert á deildir og starfsstöðvar í fimm löndum, og í kjölfarið starfi 290 manns hjá félaginu á fimm starfsstöðvum, „langflestir á Íslandi“. Haft er eftir Gísla Herjólfssyni forstjóra og einum stofnenda Controlant að um erfiða en nauðsynlega ákvörðun sé að ræða. „Til þess að aðlaga umfang félagsins að núverandi verkefnum og stuðla að sjálfbærum rekstri. Framúrskarandi fólk hefur lagt Controlant lið við uppbyggingu þess, metnaðarfulla nýsköpun, og markaðssókn. Það er því dapurt að kveðja frábæra samstarfsfélaga og ég þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag til vegferðar félagsins,“ segir Gísli. Gríðarlegur vöxtur „Við munum áfram sinna núverandi og nýjum viðskiptavinum af kostgæfni, og bjóða framúrskarandi þjónustu og vöruframboð ásamt því að auka skilvirkni og sjálfbærni í rekstri. Sýn okkar er skýr og í samstarfi við stærstu lyfjafyrirtæki heims höldum við áfram að umbylta aðfangakeðju lyfja, útrýma sóun og tryggja öryggi sjúklinga í hvívetna.“ Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Vinnumarkaður Tækni Heilbrigðismál Lyf Kópavogur Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. „Krefjandi aðstæður á alþjóðamörkuðum og tafir í nýfjárfestingum hafa markað rekstrarumhverfið undanfarin misseri. Controlant þjónustar eftirlitsskyldan iðnað og hefur langt sölu- og innleiðingarferli einnig haft áhrif á verkefnastöðu,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þessa hefur tekjuspá félagsins verið uppfærð og reynist nauðsynlegt að grípa til aðgerða, þar með talið fækkun starfsfólks til þess að draga úr rekstrarkostnaði og aðlaga starfsemi félagsins að þeim verkefnum sem framundan eru.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali vegna málsins en í svari Láru Hilmarsdóttur upplýsingafulltrúa Controlant er þeirri beiðni hafnað og vísað í tilkynningu. Um er að ræða aðra hópuppsögnina hjá fyrirtækinu á árstímabili. 79 starfsmönnum var sagt upp störfum í nóvember á síðasta ári. Erfið en nauðsynleg ákvörðun Starfsfólki fækki þar með um 150 þvert á deildir og starfsstöðvar í fimm löndum, og í kjölfarið starfi 290 manns hjá félaginu á fimm starfsstöðvum, „langflestir á Íslandi“. Haft er eftir Gísla Herjólfssyni forstjóra og einum stofnenda Controlant að um erfiða en nauðsynlega ákvörðun sé að ræða. „Til þess að aðlaga umfang félagsins að núverandi verkefnum og stuðla að sjálfbærum rekstri. Framúrskarandi fólk hefur lagt Controlant lið við uppbyggingu þess, metnaðarfulla nýsköpun, og markaðssókn. Það er því dapurt að kveðja frábæra samstarfsfélaga og ég þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag til vegferðar félagsins,“ segir Gísli. Gríðarlegur vöxtur „Við munum áfram sinna núverandi og nýjum viðskiptavinum af kostgæfni, og bjóða framúrskarandi þjónustu og vöruframboð ásamt því að auka skilvirkni og sjálfbærni í rekstri. Sýn okkar er skýr og í samstarfi við stærstu lyfjafyrirtæki heims höldum við áfram að umbylta aðfangakeðju lyfja, útrýma sóun og tryggja öryggi sjúklinga í hvívetna.“ Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár.
Vinnumarkaður Tækni Heilbrigðismál Lyf Kópavogur Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira