HK sektað um 250 þúsund krónur fyrir ónýta markið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 15:15 Úr leik hjá HK í sumar. vísir/diego Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta HK fyrir framkvæmd félagsins á leik liðsins gegn KR. Þeim leik var eftirminnilega frestað þar sem annað marka vallarins var ónýtt og varamark reyndist ekki uppfylla kröfur. Nefndin ávítir knattspyrnudeild HK og segir að framkvæmd og skipulag knattspyrnudeildar HK í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR, sem fram átti að fara þann 8. ágúst sl. í Bestu deild karla, hafi verið verulega ábótavant. Ekki nóg með það heldur fékk HK sekt upp á 250 þúsund krónur. Hér að neðan má sjá dómsorðið: „Að virtum öllum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkvæmd og skipulag knattspyrnudeildar HK í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR, sem fram átti að fara þann 8. ágúst sl. í Bestu deild karla, hafi verið verulega ábótavant. Nánar tiltekið er það mat nefndarinnar að framkvæmd og skipulag fyrirhugaðs leiks hafi verið ámælisvert og óásættanlegt og falli því undir ákvæði 5.10 í lögum KSÍ. Samkvæmt atvikalýsingum þeim sem lýst er í skýrslum eftirlitsmanns og dómara hafi HK virt að vettugi reglur um framkvæmd knattspyrnuleikja samkvæmt Handbók leikja 2024 og ákvæði 9. greinar reglugerðar um knattspyrnuleikvanga. Í handbók leikja er að finna reglur, ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja í meistaraflokki sem samþykkt var af stjórn KSÍ 13.03.2024. Eftirfarandi kemur m.a. fram í handbókinni: Mörk Mörkin og netin skulu vera samkvæmt knattspyrnulögunum. Minnt er á, að markstangir og þverslá skulu vera hvítar að lit. Einnig þurfa að vera til staðar varamörk. Handbók leikja sækir stoð sína í heimild í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, um að stjórn KSÍ setji nánari reglur og leiðbeiningar um einstök mót, sbr. grein 1.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Er aga- og úrskurðarnefnd heimilt að beita viðurlögum samkvæmt lögum og reglugerðum KSÍ gagnvart m.a. aðildarfélögum KSÍ vegna brota þeirra á lögum KSÍ, reglugerðum KSÍ og öðrum reglum, sbr. grein 2.3. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í 9. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnuleikvanga kemur skýrlega fram hvernig mörk og varamörk skuli vera og hvaða kröfur þau skuli uppfylla vegna keppnisleikja á Íslandsmóti í meistaraflokki. Þá komi þar skýrt fram að varamark verði að vera tiltækt á leikvanginum, sem auðvelt sé að setja upp ef aðstæður krefjast þess. Með vísan til greinar 5.10., sbr. k lið 44.1. greinar í lögum KSÍ ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ því að sekta knattspyrnudeild HK vegna framkvæmdar og skipulags í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst sl. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar HK hæfilega ákveðin kr. 250.000.“ Besta deild karla HK Tengdar fréttir Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. 23. ágúst 2024 12:17 Uppgjörið og viðtöl: HK - KR 3-2 | Lygilegur endurkomusigur HK-inga HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 22. ágúst 2024 21:52 Áfrýjunardómstóll KSÍ hafnar kröfu KR | Leikið í Kórnum í kvöld Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar sambandsins þess efnis að KR fái ekki dæmdan 3-0 sigur gegn HK í Bestu deild karla. Liðin mætast í kvöld. 22. ágúst 2024 09:47 KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum. 20. ágúst 2024 19:07 KSÍ hafnar kröfu KR Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum. 20. ágúst 2024 17:52 Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“ KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður. 20. ágúst 2024 10:01 KR kærir og segir KSÍ mismuna félögum Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið. 15. ágúst 2024 17:44 Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14. ágúst 2024 13:33 Fordæmalaust mál á borði KSÍ Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. 10. ágúst 2024 10:04 „Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. 9. ágúst 2024 14:53 Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Þeim leik var eftirminnilega frestað þar sem annað marka vallarins var ónýtt og varamark reyndist ekki uppfylla kröfur. Nefndin ávítir knattspyrnudeild HK og segir að framkvæmd og skipulag knattspyrnudeildar HK í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR, sem fram átti að fara þann 8. ágúst sl. í Bestu deild karla, hafi verið verulega ábótavant. Ekki nóg með það heldur fékk HK sekt upp á 250 þúsund krónur. Hér að neðan má sjá dómsorðið: „Að virtum öllum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkvæmd og skipulag knattspyrnudeildar HK í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR, sem fram átti að fara þann 8. ágúst sl. í Bestu deild karla, hafi verið verulega ábótavant. Nánar tiltekið er það mat nefndarinnar að framkvæmd og skipulag fyrirhugaðs leiks hafi verið ámælisvert og óásættanlegt og falli því undir ákvæði 5.10 í lögum KSÍ. Samkvæmt atvikalýsingum þeim sem lýst er í skýrslum eftirlitsmanns og dómara hafi HK virt að vettugi reglur um framkvæmd knattspyrnuleikja samkvæmt Handbók leikja 2024 og ákvæði 9. greinar reglugerðar um knattspyrnuleikvanga. Í handbók leikja er að finna reglur, ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja í meistaraflokki sem samþykkt var af stjórn KSÍ 13.03.2024. Eftirfarandi kemur m.a. fram í handbókinni: Mörk Mörkin og netin skulu vera samkvæmt knattspyrnulögunum. Minnt er á, að markstangir og þverslá skulu vera hvítar að lit. Einnig þurfa að vera til staðar varamörk. Handbók leikja sækir stoð sína í heimild í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, um að stjórn KSÍ setji nánari reglur og leiðbeiningar um einstök mót, sbr. grein 1.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Er aga- og úrskurðarnefnd heimilt að beita viðurlögum samkvæmt lögum og reglugerðum KSÍ gagnvart m.a. aðildarfélögum KSÍ vegna brota þeirra á lögum KSÍ, reglugerðum KSÍ og öðrum reglum, sbr. grein 2.3. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í 9. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnuleikvanga kemur skýrlega fram hvernig mörk og varamörk skuli vera og hvaða kröfur þau skuli uppfylla vegna keppnisleikja á Íslandsmóti í meistaraflokki. Þá komi þar skýrt fram að varamark verði að vera tiltækt á leikvanginum, sem auðvelt sé að setja upp ef aðstæður krefjast þess. Með vísan til greinar 5.10., sbr. k lið 44.1. greinar í lögum KSÍ ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ því að sekta knattspyrnudeild HK vegna framkvæmdar og skipulags í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst sl. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar HK hæfilega ákveðin kr. 250.000.“
„Að virtum öllum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkvæmd og skipulag knattspyrnudeildar HK í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR, sem fram átti að fara þann 8. ágúst sl. í Bestu deild karla, hafi verið verulega ábótavant. Nánar tiltekið er það mat nefndarinnar að framkvæmd og skipulag fyrirhugaðs leiks hafi verið ámælisvert og óásættanlegt og falli því undir ákvæði 5.10 í lögum KSÍ. Samkvæmt atvikalýsingum þeim sem lýst er í skýrslum eftirlitsmanns og dómara hafi HK virt að vettugi reglur um framkvæmd knattspyrnuleikja samkvæmt Handbók leikja 2024 og ákvæði 9. greinar reglugerðar um knattspyrnuleikvanga. Í handbók leikja er að finna reglur, ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja í meistaraflokki sem samþykkt var af stjórn KSÍ 13.03.2024. Eftirfarandi kemur m.a. fram í handbókinni: Mörk Mörkin og netin skulu vera samkvæmt knattspyrnulögunum. Minnt er á, að markstangir og þverslá skulu vera hvítar að lit. Einnig þurfa að vera til staðar varamörk. Handbók leikja sækir stoð sína í heimild í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, um að stjórn KSÍ setji nánari reglur og leiðbeiningar um einstök mót, sbr. grein 1.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Er aga- og úrskurðarnefnd heimilt að beita viðurlögum samkvæmt lögum og reglugerðum KSÍ gagnvart m.a. aðildarfélögum KSÍ vegna brota þeirra á lögum KSÍ, reglugerðum KSÍ og öðrum reglum, sbr. grein 2.3. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í 9. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnuleikvanga kemur skýrlega fram hvernig mörk og varamörk skuli vera og hvaða kröfur þau skuli uppfylla vegna keppnisleikja á Íslandsmóti í meistaraflokki. Þá komi þar skýrt fram að varamark verði að vera tiltækt á leikvanginum, sem auðvelt sé að setja upp ef aðstæður krefjast þess. Með vísan til greinar 5.10., sbr. k lið 44.1. greinar í lögum KSÍ ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ því að sekta knattspyrnudeild HK vegna framkvæmdar og skipulags í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst sl. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar HK hæfilega ákveðin kr. 250.000.“
Besta deild karla HK Tengdar fréttir Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. 23. ágúst 2024 12:17 Uppgjörið og viðtöl: HK - KR 3-2 | Lygilegur endurkomusigur HK-inga HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 22. ágúst 2024 21:52 Áfrýjunardómstóll KSÍ hafnar kröfu KR | Leikið í Kórnum í kvöld Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar sambandsins þess efnis að KR fái ekki dæmdan 3-0 sigur gegn HK í Bestu deild karla. Liðin mætast í kvöld. 22. ágúst 2024 09:47 KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum. 20. ágúst 2024 19:07 KSÍ hafnar kröfu KR Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum. 20. ágúst 2024 17:52 Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“ KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður. 20. ágúst 2024 10:01 KR kærir og segir KSÍ mismuna félögum Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið. 15. ágúst 2024 17:44 Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14. ágúst 2024 13:33 Fordæmalaust mál á borði KSÍ Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. 10. ágúst 2024 10:04 „Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. 9. ágúst 2024 14:53 Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. 23. ágúst 2024 12:17
Uppgjörið og viðtöl: HK - KR 3-2 | Lygilegur endurkomusigur HK-inga HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 22. ágúst 2024 21:52
Áfrýjunardómstóll KSÍ hafnar kröfu KR | Leikið í Kórnum í kvöld Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar sambandsins þess efnis að KR fái ekki dæmdan 3-0 sigur gegn HK í Bestu deild karla. Liðin mætast í kvöld. 22. ágúst 2024 09:47
KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum. 20. ágúst 2024 19:07
KSÍ hafnar kröfu KR Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum. 20. ágúst 2024 17:52
Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“ KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður. 20. ágúst 2024 10:01
KR kærir og segir KSÍ mismuna félögum Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið. 15. ágúst 2024 17:44
Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14. ágúst 2024 13:33
Fordæmalaust mál á borði KSÍ Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. 10. ágúst 2024 10:04
„Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. 9. ágúst 2024 14:53
Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31
KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50
Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11
Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34