Flóni er einhleypur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 19:30 Flóni skaust upp á stjörnuhiminn fyrir rúmum sjö árum. Vilhelm Gunnarsson Tónlistarmaðurinn og rapparinn Friðrik Róbertsson sem betur er þekktur sem Flóni er einhleypur. Hann og barnsmóðir hans Hrafnkatla Unnarsdóttir hafa haldið hvort í sína áttina eftir þriggja ára samband. „Við erum í mjög góðu sambandi og erum að einbeita okkur að því að vera góðir foreldrar,“ segir Flóni í samtali við Vísi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. Þrátt fyrir frægðina og að vera þekktur fyrir einlægni sína veitir hann sjaldan viðtöl. Hann sagðist í samtali við Vísi í fyrra vera frekar prívat. Í því viðtali sagði Flóni föðurhlutverkið hafa breytt sýn hans á lífið. Flóni sagðist hafa tekið ákvörðun um það eftir komu sonarins í heiminn að snúa blaðinu við og segja skilið við fyrri lífsstíl. „Hins vegar er engin skömm í því að hafa djammað og lifað þeim lífsstíl sem ég gerði áður fyrr. Tónlistin getur sogað að sér allskonar hluti. Áfengi var aldrei neitt vandamál fyrir mér, nema fyrir þær sakir að valda mér kvíða. En öllu eitri fylgir þunglyndi og ég þurfti að taka mig saman í andlitinu. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki gert það á sínum tíma.“ Einlægur í tónlistinni Flóni er eins og áður segir einn af einlægustu listamönnum þjóðarinnar. Hann hefur þegar gefið út plöturnar Floni árið 2017 og svo Floni 2 árið 2019. Í viðtali við Vísi í fyrra sagðist hann stefna á að gefa út þriðju plötuna, gera þetta að þríleik. Sagðist hann ekki útiloka að það yrði hans síðasta plata. „Við lifum á svo skrítnum tímum, ekki síst hvað varðar tónlist. Hraðinn er gífurlegur og þessa stundina vil ég einbeita mér eins mikið og ég get að gera allt eins vel og ég get. Það hafa margir kvartað yfir því að ég sé ekki löngu búinn að gefa frá mér nýtt efni en góðir hlutir gerast hægt og þetta er plata sem á að vera tímalaus, rétt eins og hinar.“ Nýjasta lag Flóna má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan: Ástin og lífið Tímamót Tónlist Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
„Við erum í mjög góðu sambandi og erum að einbeita okkur að því að vera góðir foreldrar,“ segir Flóni í samtali við Vísi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. Þrátt fyrir frægðina og að vera þekktur fyrir einlægni sína veitir hann sjaldan viðtöl. Hann sagðist í samtali við Vísi í fyrra vera frekar prívat. Í því viðtali sagði Flóni föðurhlutverkið hafa breytt sýn hans á lífið. Flóni sagðist hafa tekið ákvörðun um það eftir komu sonarins í heiminn að snúa blaðinu við og segja skilið við fyrri lífsstíl. „Hins vegar er engin skömm í því að hafa djammað og lifað þeim lífsstíl sem ég gerði áður fyrr. Tónlistin getur sogað að sér allskonar hluti. Áfengi var aldrei neitt vandamál fyrir mér, nema fyrir þær sakir að valda mér kvíða. En öllu eitri fylgir þunglyndi og ég þurfti að taka mig saman í andlitinu. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki gert það á sínum tíma.“ Einlægur í tónlistinni Flóni er eins og áður segir einn af einlægustu listamönnum þjóðarinnar. Hann hefur þegar gefið út plöturnar Floni árið 2017 og svo Floni 2 árið 2019. Í viðtali við Vísi í fyrra sagðist hann stefna á að gefa út þriðju plötuna, gera þetta að þríleik. Sagðist hann ekki útiloka að það yrði hans síðasta plata. „Við lifum á svo skrítnum tímum, ekki síst hvað varðar tónlist. Hraðinn er gífurlegur og þessa stundina vil ég einbeita mér eins mikið og ég get að gera allt eins vel og ég get. Það hafa margir kvartað yfir því að ég sé ekki löngu búinn að gefa frá mér nýtt efni en góðir hlutir gerast hægt og þetta er plata sem á að vera tímalaus, rétt eins og hinar.“ Nýjasta lag Flóna má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:
Ástin og lífið Tímamót Tónlist Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira