Norska pressan í sárum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2024 10:55 Prinsessan og töfralæknirinn saman á góðri stundu. EPA-EFE/Lise Aserud Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki. Noregur Kóngafólk Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fleiri fréttir Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Sjá meira
Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki.
Noregur Kóngafólk Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fleiri fréttir Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Sjá meira