Lífið

Fögur miðbæjarperla Svan­hildar og Sigurðar til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimilið er heillandi, bjart og fagurt.
Heimilið er heillandi, bjart og fagurt.

Hjónin Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, myndlistakona og ljósmyndari, og Sigurður Darri Rafnsson þjálfari hafa sett íbúð sína við Bergstaðastræti í Reykjavíkur á sölu. 

Um er að ræða heillandi 92 fermetra íbúð á rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur. Eignin er á þriðju hæð í snyrtilegu þríbýlishúsi sem var byggt árið 1922. Ásett verð er 69,9 milljónir. 

Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými með viðarparketi á gólfi. Eldhúsið var endurnýjað árið 2015 með U-laga hvítri innréttingu og viðarplötu á borðum. Þar má sjá hinar tímalausu subway-flísar sem gefa rýminu mikinn karakter. 

Heimilið hefur verið innréttað á hlýlegan máta þar sem hvítar mublur, mildir litir og viður er í forgrunni.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

„Íbúðin okkar Sigurður Darri er komin á sölu og guð minn góður hvað okkur hefur liðið vel hérna! Fullkomin staðsetning í miðbænum en þó í rólegum hluta þess. Íbúðin er björt og vel skipulögð, æðislegur garður og já einfaldlega best!“ skrifaði Svanhildur og deildi eigninni á Facebook.

Svanhildur stofnaði eigið hönn­un­arstudio, Studio Holt, og er einn stofn­enda ljós­mynda- og fram­leiðslu­rým­is­ins EY Studio. .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×