Sport

Dag­skráin í dag: Allt mögu­legt á boð­stólnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon og félagar eru í beinni.
Ómar Ingi Magnússon og félagar eru í beinni. EPA-EFE/Piotr Polak

Við bjóðum upp á átta beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og þær eru í fjölbreyttari kantinum.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem Þór/KA mætir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 12.00 er Curtis Cup á dagskrá. Klukkan 18.30 er komið að FM Global Championship-mótinu í golfi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 10.55 er Vélsmiðja Suðurlands Torfæran á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 10.25 hefst æfing Formúlu 1 kappakstursins sem fram fer á Ítalíu á morgun, sunnudag. Klukkan 13.45 er komið að tímatökunni sjálfri.

Klukkan 16.25 er stórleikur SC Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta á dagskrá.

Klukkan 23.00 er leikur Braves og Philles í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×