Sport

Thelma Björg í 7. sæti í úr­slitum bringu­sundsins

Smári Jökull Jónsson skrifar
Thelma Björg varð í 7. sæti í úrslitum.
Thelma Björg varð í 7. sæti í úrslitum. Heimasíða Íþróttasambands fatlaðra

Thelma Björg Björnsdóttir lauk keppni í 7. sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíumóti fatlaðra í París.

Thelma Björg tryggði sér sæti í úrslitum með því að ná sjöunda besta tímanum í undanúrslitum í morgun þegar hún synti á 1:58,93 mínútum. Íslandsmet hennar frá árinu 2017 er 1:52,79 mínútur en það setti hún í Berlín.

Í úrslitasundinu hafnaði Thelma Björg í 7. sæti og kom í mark á tímanum 1:58,62 og synti því 31 hundraðshlutum hraðar en í undanúrslitasundinu í morgun.

Það var hin breska Grace Harvey sem kom fyrst í mark á tímanum 1:42,33. Li Zhang frá Kína hlaut silfurverðlaun og Anna Hontar frá Úkraínu brons.

Sonja Sigurðardóttir keppir í undanrásum í 50 metra baksundi á Ólympíumótinu í fyrramálið kl. 08:23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×