Hjalti er núllpunkturinn - herra Normalbrauð Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2024 09:53 Þetta er dramagaman segir Arna Magnea Danks sem fer með aðalhlutverkið í myndinni Ljósvíkingar ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni. vísir/lilja katrín Kvikmyndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í Smárabíói þriðjudagskvöldið 3. september. Fullyrt er af aðstandendum að myndin sé hlý og notaleg mynd um vináttu og engin ástæða til að efast um það. Myndin fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka vinsælan fiskveitingastað á Ísafirði. Um leið og þeim býðst óvænt að hafa staðinn opinn árið um kring kemur Björn út úr skápnum sem kona. Hjalta veitist erfitt að skilja stöðu vinar síns. Höfundur Ljósvíkinga er Snævar Sölvi Sölvason en með hlutverk þeirra Hjalta og Björns fara þau Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks. Þau voru gestir Bítisins í morgun og fóru yfir helstu línur. „Ég var stressuð fyrst en svo er hann bara svo sjarmerandi að þetta var ekkert vandamál. Það var gott fyrir dramadrottningu eins og mig að finna stuðninginn frá honum á setti. Hann var kletturinn minn,“ segir Arna spurð um hvernig samstarf þeirra hafi gengið. Úr myndinni Ljósvíkingar. Leikararnir Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Björn Jörundur og Arna Magnea í hlutverkum sínum.aðsend „Ég fer alltaf allur hjá mér og verð vandræðalegur þegar hún byrjar en ég er feginn að þetta hafi verið svona en ekki einhvern veginn öðru vísi. Við erum að leika æskuvini þannig að það er betra. Við náðum því alveg og náðum vel saman frá fyrsta degi,“ segir Björn Jörundur. Eins og áður segir fjalla Ljósvíkingar um vináttu og hvernig hún sigrar allt, jafnvel fordóma og fáfræði. „Þetta eru æskuvinir sem hafa þekkst frá leikskólaaldri, hafa verið til sjós saman og svo kemur annar vinurinn út sem trans kona. Það veldur ákveðnum taugatitringi og erfiðleikum í plássinu. Ekki síst hjá Hjalta sem stendur frammi fyrir margvíslegum spurningum, hvernig hann á að takast á við þetta?“ segir Arna og vill meina að Hjalti sé öðrum þræði persónugervingur samfélagsins. „Já, hann er núllpunkturinn, herra Normalbrauð. Svo hengist myndin utan um þann stofn. Hann er fulltrúi allra miðaldra manna og samfélagsins sem þeir búa í,“ bætir Björn við. Arna fékk aldrei að brotna Arna er sjálf trans kona og hefur reyndar látið sig málefni sem því tengist sig varða. Hún hefur skrifað fjölda pistla um málefnið og kom upphaflega að myndinni sem ráðgjafi. Leikstjórinn hafði samband við hana sem slíka. „Við hittumst við á Café Laugalæk og hann fór að spyrja mig út í mína sögu. Það eru ýmsir frasar í myndinni sem koma beint frá mér. Ég var orðin „investet“, þetta var orðinn hluti að mér og ég var komin inn á að það yrði að vera trans kona sem léki þetta. Og ég er eina trans konan sem er lærður leikari.“ Arna Magnea kom fyrst að myndinni sem ráðgjafi en svo lá einhvern veginn fyrir að hún hlaut að koma til álita sem leikari í myndinni jafnframt.vísir/Lilja Katrín En Arna hefur aldrei áður leikið burðarhlutverk í kvikmynd áður og hún þurfti að fara í nokkrar prufur áður en hún fékk hlutverkið. „Það var ekki auðvelt en öll umgjörðin á Ísafirði og fólkið þar hélt vel utan um mig. Ég fékk aldrei að brotna, það var passað uppá mig.“ Björn Jörundur segir söguþráðinn vissulega bjóða uppá lífreynslu. Það hafi verið sérstakt að setja sig inn í þann heim sem fjallað er um. „Ég var bara að læra á þetta um leið og karakterinn í bíómyndinni, þannig að þetta var allt mjög raunverulegt. Maður reynir að setja þig í spor þess sem þú ert að túlka og svo er það áhorfandans að skilja eða meta hvað karakterinn er að hugsa, hvað hann vill og hvert hann er að fara og þetta var stór hluti af þeirri vinnu.“ Erfitt þegar Arna hefur í raun gabbað Hjalta allt sitt líf Þetta er hins vegar hægara sagt en gert þegar allt kemur til alls. Arna segir það liggja í hlutarins eðli. „Auðvitað er það erfitt fyrir fólk sem maður er búinn að gabba alla ævi, fólk sem maður er búinn að ljúga að og sjálfum sér um leið. Hún er búin að gabba Hjalta allan tímann en svo kemur hún út með sinn sannleika, eins og var með mig, umbúðirnar sem þau í umhverfinu héldu að væri sannleikurinn. En hann var aldrei hinn sanni kjarni heldur grímubúningur. Arna er sú sem hún er frá fæðingu en ég notaði grímubúningurinn til að lifa af.“ Björn Jörundur segir að Hjalti, persónan sem hann leikur, sé öðrum þræði fulltrúi samfélagsins alls.vísir/lilja katrín Þarna eru því grafalvarlegir undirtónar en myndin er engu að síður kynnt sem gamanmynd. Arna segir myndina dramagaman. „Við erum með þorpið, Ísafjörð en þetta hefði getað verið hvaða þorp sem er; gamla Ísland eins og það var þegar við vorum að alast upp og munum í hinni nostalgísku minningu. Heimurinn hefur ekki bankað á dyrnar,“ bætir Björn Jörundur við. Eins og áður segir verður forsýning Ljósvíkinga í kvöld, þann 5. verður myndin forsýnd á Ísafirði en hún fer svo í almennar sýningar föstudaginn sjötta. Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Myndin fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka vinsælan fiskveitingastað á Ísafirði. Um leið og þeim býðst óvænt að hafa staðinn opinn árið um kring kemur Björn út úr skápnum sem kona. Hjalta veitist erfitt að skilja stöðu vinar síns. Höfundur Ljósvíkinga er Snævar Sölvi Sölvason en með hlutverk þeirra Hjalta og Björns fara þau Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks. Þau voru gestir Bítisins í morgun og fóru yfir helstu línur. „Ég var stressuð fyrst en svo er hann bara svo sjarmerandi að þetta var ekkert vandamál. Það var gott fyrir dramadrottningu eins og mig að finna stuðninginn frá honum á setti. Hann var kletturinn minn,“ segir Arna spurð um hvernig samstarf þeirra hafi gengið. Úr myndinni Ljósvíkingar. Leikararnir Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Björn Jörundur og Arna Magnea í hlutverkum sínum.aðsend „Ég fer alltaf allur hjá mér og verð vandræðalegur þegar hún byrjar en ég er feginn að þetta hafi verið svona en ekki einhvern veginn öðru vísi. Við erum að leika æskuvini þannig að það er betra. Við náðum því alveg og náðum vel saman frá fyrsta degi,“ segir Björn Jörundur. Eins og áður segir fjalla Ljósvíkingar um vináttu og hvernig hún sigrar allt, jafnvel fordóma og fáfræði. „Þetta eru æskuvinir sem hafa þekkst frá leikskólaaldri, hafa verið til sjós saman og svo kemur annar vinurinn út sem trans kona. Það veldur ákveðnum taugatitringi og erfiðleikum í plássinu. Ekki síst hjá Hjalta sem stendur frammi fyrir margvíslegum spurningum, hvernig hann á að takast á við þetta?“ segir Arna og vill meina að Hjalti sé öðrum þræði persónugervingur samfélagsins. „Já, hann er núllpunkturinn, herra Normalbrauð. Svo hengist myndin utan um þann stofn. Hann er fulltrúi allra miðaldra manna og samfélagsins sem þeir búa í,“ bætir Björn við. Arna fékk aldrei að brotna Arna er sjálf trans kona og hefur reyndar látið sig málefni sem því tengist sig varða. Hún hefur skrifað fjölda pistla um málefnið og kom upphaflega að myndinni sem ráðgjafi. Leikstjórinn hafði samband við hana sem slíka. „Við hittumst við á Café Laugalæk og hann fór að spyrja mig út í mína sögu. Það eru ýmsir frasar í myndinni sem koma beint frá mér. Ég var orðin „investet“, þetta var orðinn hluti að mér og ég var komin inn á að það yrði að vera trans kona sem léki þetta. Og ég er eina trans konan sem er lærður leikari.“ Arna Magnea kom fyrst að myndinni sem ráðgjafi en svo lá einhvern veginn fyrir að hún hlaut að koma til álita sem leikari í myndinni jafnframt.vísir/Lilja Katrín En Arna hefur aldrei áður leikið burðarhlutverk í kvikmynd áður og hún þurfti að fara í nokkrar prufur áður en hún fékk hlutverkið. „Það var ekki auðvelt en öll umgjörðin á Ísafirði og fólkið þar hélt vel utan um mig. Ég fékk aldrei að brotna, það var passað uppá mig.“ Björn Jörundur segir söguþráðinn vissulega bjóða uppá lífreynslu. Það hafi verið sérstakt að setja sig inn í þann heim sem fjallað er um. „Ég var bara að læra á þetta um leið og karakterinn í bíómyndinni, þannig að þetta var allt mjög raunverulegt. Maður reynir að setja þig í spor þess sem þú ert að túlka og svo er það áhorfandans að skilja eða meta hvað karakterinn er að hugsa, hvað hann vill og hvert hann er að fara og þetta var stór hluti af þeirri vinnu.“ Erfitt þegar Arna hefur í raun gabbað Hjalta allt sitt líf Þetta er hins vegar hægara sagt en gert þegar allt kemur til alls. Arna segir það liggja í hlutarins eðli. „Auðvitað er það erfitt fyrir fólk sem maður er búinn að gabba alla ævi, fólk sem maður er búinn að ljúga að og sjálfum sér um leið. Hún er búin að gabba Hjalta allan tímann en svo kemur hún út með sinn sannleika, eins og var með mig, umbúðirnar sem þau í umhverfinu héldu að væri sannleikurinn. En hann var aldrei hinn sanni kjarni heldur grímubúningur. Arna er sú sem hún er frá fæðingu en ég notaði grímubúningurinn til að lifa af.“ Björn Jörundur segir að Hjalti, persónan sem hann leikur, sé öðrum þræði fulltrúi samfélagsins alls.vísir/lilja katrín Þarna eru því grafalvarlegir undirtónar en myndin er engu að síður kynnt sem gamanmynd. Arna segir myndina dramagaman. „Við erum með þorpið, Ísafjörð en þetta hefði getað verið hvaða þorp sem er; gamla Ísland eins og það var þegar við vorum að alast upp og munum í hinni nostalgísku minningu. Heimurinn hefur ekki bankað á dyrnar,“ bætir Björn Jörundur við. Eins og áður segir verður forsýning Ljósvíkinga í kvöld, þann 5. verður myndin forsýnd á Ísafirði en hún fer svo í almennar sýningar föstudaginn sjötta.
Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira