Allir í jólaskapi í Jólagarðinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2024 20:07 Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði, sem segir alltaf nóg að gera í garðinum og að sumarið hafi gengið einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það styttist og styttist til jóla en það er þó sennilega engin komin í jólaskap nema þá kannski starfsfólk Jólagarðsins i Eyjafirði, sem eru að vinna í kringum jólin allt árið við móttöku á gestum og þarf því að vera í jólaskapi. Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“