Lífið

Bene­dikt og Sunn­eva Einars selja slotið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sunneva og Benedikt hafa innréttað íbúðina á hlýlegan og glæsilegan máta.
Sunneva og Benedikt hafa innréttað íbúðina á hlýlegan og glæsilegan máta.

Benedikt Bjarnason, tölvunarfræðingur og sambýlismaður Sunnevu Einarsdóttir áhrifavalds og raunveruleikastjörnu, hefur sett íbúð sína við Naustavör í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 104,9 milljónir.

Benedikt festi kaup á íbúðinni árið 2020 og greiddi 57,3 milljónir. Benedikt er sonur Bjarna Benediktssonar forsætirsráðherra Íslands og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa.

Hlýlegt og stílhreint

Um er að ræða 108 fermetra íbúð á fyrstu hæð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2020.

Heimili Sunnevu og Benedikt er innréttað í hlýlegum og mínímalískum stíl þar sem mildir litatónar, náttúrulegur efniviður og hönnunarmublur er í aðalhlutverki. 

Stofa, borðstofa og eldhús renna saman í eitt í opnu og björtu alrými með gólfsíðum gluggum og sjávarútsýni. Í eldhúsinu er hvít og dökk innrétting með ljósum stein á borðum og á eldhúseyju. Þaðan er útgengt er litlar svalir.

Nánar á fasteignavef Vísis.


Tengdar fréttir

Sunneva Einars slær sér upp með syni ráðherra

Benedikt Bjarnason og Sunneva Einarsson samfélagsmiðlastjarna eru eitt nýjasta par landsins. Þau hafa verið að rugla saman reitum undanfarnar vikur og nú búin að opinbera sambandið fyrir vinum og kunningjum.

Vellystingar í ferðalögum frægra Íslendinga

Ríkmannleg frí þar sem allt er til alls á vel við þegar skærustu stjörnur Íslands fara erlendis. Hvítar strendur, einkasigling og merkjavörur eru oftar en ekki í hávegum.

Rándýr frumsýning hjá LXS skvísum í Sjálandi

Það var mikið um dýrðir þegar þriðja sería raunveruleikaþáttanna LXS var frumsýnd í Sjálandi síðastliðið fimmtudagskvöld. Fyrsti þáttur fer í loftið á Stöð 2 og Stöð 2+ á miðvikudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×