Handbolti

Náðu ekki að fylgja eftir stór­sigrinum í Evrópu­keppninni um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Bragi Ástþórsson er að stíga sín fyrstu skref í danska handboltanum.
Guðmundur Bragi Ástþórsson er að stíga sín fyrstu skref í danska handboltanum. @bjerringbrosilkeborg

Íslendingaliðið Bjerringbro/Silkeborg tapaði á móti GOG í kvöld í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

GOG var á heimavelli og vann leikinn með þriggja marka mun, 30-27, eftir að hafa verið 14-13 yfir í hálfleik.

Þetta var fyrsti leikur Guðmundar Braga Ástþórssonar með Bjerringbro/Silkeborg í dönsku deildinni en hann gekk til liðs við félagið í sumar.

Guðmundur Bragi náði ekki að skora eða skjóta í leiknum en gaf eina stoðsendingu. Nikolaj Læsö var markahæstur með átta mörk en Rasmus Lauge skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar.

Lið Bjerringbro/Silkeborg gerði frábæra hluti í Evrópukeppninni um helgina þegar liðið vann átján marka stórsigur á ungverska félaginu Ferencvaros í umspili um sæti í Evrópudeildinni. Seinni leikurinn er um næstu helgi og þessa vegna var þessi leikur færður fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×