Þór byrjar Ljósleiðaradeildina með látum Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. september 2024 14:38 Færði sig frá Dusty yfir í Þór og var í miklu stuði með nýja liðinu í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar þegar Þór hafði betur en Saga í Counter Strike í gærkvöld. „Þetta var nú bara tiltölulega auðvelt,“ segir Ásmundur Viggósson, sem var í miklu stuði þegar Þór lagði Sögu í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld. Lið Þórs og Sögu mættust í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld þar sem Þór stóð uppi sem sigurvegari í seríunni 2-1. Þór hafði betur í Anubis (13-5) en Saga í Dust2 (13-9) áður en Þór náði vopnum sínum aftur og lagði andstæðinginn (13-8) í Nuke. „Ég var soldið mikið bara hlaupandi út um allt og mölvandi allt og alla, nema í leik tvö,“ segir Ásmundur sem er betur þekktur undir nikkinu Pandaz sem hann gegnir á vígvellinum. Það er því óhætt að segja að Ásmundur, sem, spilaði fyrir NOCCO Dusty á síðasta tímabili, hafi mætt funheitur til leiks með Þór í gær enda um ákveðna endurkomu að ræða. „Fyrsta tímabilið mitt í úrvalsdeildinni var í Þór þannig að maður er smá kominn heim bara,“ segir Ásmundur sem er fæddur 2003 og var ellefu ára þegar hann byrjaði að spila Counter Strike 2014. Ásmundur segir aðspurður að ýmsar ástæður hafi verið fyrir því að hann ákvað að skipta yfir í Þór núna en lið NOCCO Dusty hefur stórmeistaratitil að verja og hefur verið í fremstu röð um árabil enda þekkt fyrir að setja mikinn metnað og æfingu í leikinn. „Maður þurfti að fórna miklum frítíma þegar maður var í Dusty og svo er liðið bara búið að taka það miklum breytingum að það var í rauninni ekki sama liðið og ég byrjaði með,“ segir Ásmundur og bætir við að þetta hafi bara verið rétti tíminn til að skipta. Beinar útsendingar Sjónvarps Símans í allan vetur Sjónvarp Símans sýnir í vetur beint frá sjö deildum Rafíþróttasambands Íslands en þetta eru: Ljósleiðaradeildin í Counter Strike, ELKO-deildin í Fortnite, Tölvulistadeildin í Overwatch, Míludeildin í Valorant kvenna, Kraftvéladeildin í Dota 2, GR Verk deildin í Rocket League og Íslandsmót Símans í netskák. Rafíþróttir Tengdar fréttir Einbeittur sigurvilji hjá nýliðunum í Ljósleiðaradeildinni Rafíþróttadeild Keflavíkur, Rafik, mætir til leiks í Ljósleiðaradeildinni í fyrsta sinn eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Counter Strike 2 í 1. deild. 27. ágúst 2024 13:24 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Lið Þórs og Sögu mættust í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld þar sem Þór stóð uppi sem sigurvegari í seríunni 2-1. Þór hafði betur í Anubis (13-5) en Saga í Dust2 (13-9) áður en Þór náði vopnum sínum aftur og lagði andstæðinginn (13-8) í Nuke. „Ég var soldið mikið bara hlaupandi út um allt og mölvandi allt og alla, nema í leik tvö,“ segir Ásmundur sem er betur þekktur undir nikkinu Pandaz sem hann gegnir á vígvellinum. Það er því óhætt að segja að Ásmundur, sem, spilaði fyrir NOCCO Dusty á síðasta tímabili, hafi mætt funheitur til leiks með Þór í gær enda um ákveðna endurkomu að ræða. „Fyrsta tímabilið mitt í úrvalsdeildinni var í Þór þannig að maður er smá kominn heim bara,“ segir Ásmundur sem er fæddur 2003 og var ellefu ára þegar hann byrjaði að spila Counter Strike 2014. Ásmundur segir aðspurður að ýmsar ástæður hafi verið fyrir því að hann ákvað að skipta yfir í Þór núna en lið NOCCO Dusty hefur stórmeistaratitil að verja og hefur verið í fremstu röð um árabil enda þekkt fyrir að setja mikinn metnað og æfingu í leikinn. „Maður þurfti að fórna miklum frítíma þegar maður var í Dusty og svo er liðið bara búið að taka það miklum breytingum að það var í rauninni ekki sama liðið og ég byrjaði með,“ segir Ásmundur og bætir við að þetta hafi bara verið rétti tíminn til að skipta. Beinar útsendingar Sjónvarps Símans í allan vetur Sjónvarp Símans sýnir í vetur beint frá sjö deildum Rafíþróttasambands Íslands en þetta eru: Ljósleiðaradeildin í Counter Strike, ELKO-deildin í Fortnite, Tölvulistadeildin í Overwatch, Míludeildin í Valorant kvenna, Kraftvéladeildin í Dota 2, GR Verk deildin í Rocket League og Íslandsmót Símans í netskák.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Einbeittur sigurvilji hjá nýliðunum í Ljósleiðaradeildinni Rafíþróttadeild Keflavíkur, Rafik, mætir til leiks í Ljósleiðaradeildinni í fyrsta sinn eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Counter Strike 2 í 1. deild. 27. ágúst 2024 13:24 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Einbeittur sigurvilji hjá nýliðunum í Ljósleiðaradeildinni Rafíþróttadeild Keflavíkur, Rafik, mætir til leiks í Ljósleiðaradeildinni í fyrsta sinn eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Counter Strike 2 í 1. deild. 27. ágúst 2024 13:24