Lífið

Þegar ellefu ára Eivør sló í gegn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þær vinkonur fóru algjörlega á kostum á sínum tíma.
Þær vinkonur fóru algjörlega á kostum á sínum tíma. Kringvarpið

Þegar færeyska stórsöngkonan Eivør Pálsdóttir var einungis ellefu ára gömul kom hún fram í sjónvarpsþættinum Barnalotunni ásamt vinkonu sinni Petsi. Færeyska ríkisútvarpið Kringvarpið rifjar það upp og birtir myndband af þeim syngjandi vinkonum í tilefni af því að Eivör mætir í dag sem gestur í Barnaútvarpið.

„Þegar Eivør var ellefu ára gömul mætti hún í Barnalotuna í sjónvarpinu með Petsi vinkonu sinni,“ er skrifað í færslu Kringvarpsins á Facebook. Þar fylgir með myndband frá árinu 1994 úr barnasjónvarpinu þar sem ung Eivør sprengir krúttskalann ásamt vinkonu sinni.

Myndbandið hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum en líkt og alþjóð veit er Eivør ein skærasta stjarna Færeyja og þó víðar væri leitað.Árið 2021 hlaut hún til að mynda tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir að hafa með þrotlausri vinnusemi sinni undanfarin ár beint sjónum umheimsins að heimalandi sínu og fyrir að vinna af kostgæfni með eigin tónlistararfleifð og móðurmál.

Undanfarin ár hefur hún verið iðin við kolann og hélt meðal annars stórtónleika í Eldborg í Hörpu í október í fyrra. Þá hefur hún verið reglulegur gestur í kvöldstund Eyþórs Inga á Stöð 2 þar sem hún hefur tekið fjöldann allan af skemmtilegum lögum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×