Lífið

Steinbergur selur

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimili Steinbergs og Hrafnhildar var endurnýjað á glæsilegan máta.
Heimili Steinbergs og Hrafnhildar var endurnýjað á glæsilegan máta.

Steinbergur Finnbogason lögmaður og eiginkona hans, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, hafa sett fallegt einbýli sitt í Breiðholti á sölu. Ásett verð er 168,9 milljónir.

Hjónin festu kaup á húsinu árið 2018 og greiddu 73, 5 milljónir. Um er að ræða 209 fermetra hús á einni hæð sem var byggt árið 1971 og teiknað af Kjartani Kjartanssyni arkitekt.

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum, bæði að innan og utan. Valdimar Harðarson arkitekt hannaði breytingarnar með tilliti til upprunalegrar hönnunar hússins.

Björt rými og viður áberandi

Heimili hjónanna er innréttað á smekklegan þar sem klassísk hönnun og fagurfræði eru í fyrirrúmi. 

Stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum, þaðan er útgengt á steypta hellulagða verönd sem er sérlega skjólsæl. Umverfið húsið er stór og gróinn garður. 

Eldhúsið er stúkað af, búið fallegri eikar-innréttingu með hvítum efri skápum og marmara á borðum. Þar má sjá notalegan borðkrók þar sem hægt er að gæða sér á morgunbollanum í ró og næði.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×