Upplifi að þeir megi ekki segja nei við kynlífi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. september 2024 15:01 Margrét Stella segir skemmtanalífið óplægðan akur til rannsókna. Strákar upplifa margir að þeir þurfi að vilja kynlíf og sumir hafa orðið fyrir því að fá skítinn yfir sig þegar þeir hafna stelpum á djamminu. Þá er það talið meira niðurlægjandi fyrir stelpur að vera ölvaðar á djamminu en fyrir stráka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í meistararitgerð Margrétar Stellu Kaldalóns verðandi kynjafræðings um skemmtanalífið á Íslandi. Margrét mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða málið en í ritgerð sinni tók hún viðtöl við stelpur og stráka um skemmtanalífið. Titill ritgerðar hennar er: „Þú vilt ekki vera gellan sem er geðveikt full á djamminu.“ Gert að passa sig frá unga aldri Margrét segist í ritgerðinni hafa skoðað þær samfélagslegu hugmyndir sem liggja að baki og hafa áhrif á upplifun fólks á djamminu. Hún nefnir sem dæmi hræðslu kvenna við að brotið sé á þeim kynferðislega á djamminu. „Þessar hugmyndir sem þær hafa fengið frá samfélaginu frá því þær voru litlar stelpur um að þær þurfi að passa sig, passa glasið sitt, passa að vera ekki einar og allt þetta, sem mig langaði líka að skoða. Þetta er allt eitthvað sem ég hef sjálf upplifað sem ung kona á djamminu og kom í ljós að þetta er bara sameiginleg upplifun allra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni.“ Þá ræddu stelpurnar það líka að þær upplifi sem svo að þær megi ekki drekka of mikið. Það sé þá stutt í að þær upplifi sem svo að þær séu að „niðurlægja“ sig. „Það er miklu meira niðurlægandi fyrir stelpu að vera rosalega ölvuð heldur en stráka, það er meira fyndið. Þannig það eru mismunandi viðmið. Þetta er flókið.“ Eigi alltaf að taka fyrsta skrefið Margrét tekur fram að hún hafi náð fleiri viðtölum við stelpur en stráka. Strákar séu ragari við að taka þátt í rannsóknum líkt og þessum. Hún segir klárlega þörf á frekari rannsóknum á upplifun karla af djamminu. „Það helsta sem þeir voru að tala um var til dæmis í kjölfar MeToo og allt þetta þá upplifa þeir að þeir þurfi að passa sig rosa vel, þú veist, þeir eru til dæmis að reyna við stelpur og svoleiðis og þurfa að vanda sig virkilega við það.“ Hún segir áhugavert að kynhlutverk skipti miklu á djamminu. Strákar upplifi sem svo að þeir þurfi alltaf að taka fyrsta skrefið þegar það kemur að kynferðislegum samskiptum sem mikið er um á djamminu. „Strákar upplifa margir að þeir þurfi að vilja kynlíf. Jafnvel það mikið að þeir megi ekki segja nei. Karlarnir í rannsókninni minni, ég ætla ekki að alhæfa, töluðu um að hafa bara fengið skítinn yfir sig eftir að hafa hafnað stelpu, einfaldlega af því að þeir vildu það ekki. Það var engin sérstök ástæða fyrir því, þetta voru myndarlegar stelpur en þeir fengu bara skítinn yfir sig.“ Hiki við að sýna áhuga til baka Þá segir Margrét að þær konur sem hún hafi talað við hafi talað um það að þær væru gjarnar á að hika við að sýna áhuga til baka í slíkum aðstæðum. „Af því að þá liður þeim eins og þeir skuldi þeim eitthvað líka, af því að þær ganga út frá því að þá vilji þeir sjálfkrafa kynlíf.“ Hún segir ljóst að um ákveðið samskiptaleysi sé að ræða. Þarna sé á ferðinni rótgróin hugmynd um kynhlutverk og samskipti kynjanna á djamminu. Áfengi sé svo til þess að flækja hlutina enn frekar og nefnir Margrét að strákarnir hafi líka flestir upplifað það að vera ögrað á djamminu. Skoða þurfi betur kveikjur að árásarhneigð og ofbeldi á djamminu og áhrif kynhlutverka þar á. Kynlíf Bítið Næturlíf Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í meistararitgerð Margrétar Stellu Kaldalóns verðandi kynjafræðings um skemmtanalífið á Íslandi. Margrét mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða málið en í ritgerð sinni tók hún viðtöl við stelpur og stráka um skemmtanalífið. Titill ritgerðar hennar er: „Þú vilt ekki vera gellan sem er geðveikt full á djamminu.“ Gert að passa sig frá unga aldri Margrét segist í ritgerðinni hafa skoðað þær samfélagslegu hugmyndir sem liggja að baki og hafa áhrif á upplifun fólks á djamminu. Hún nefnir sem dæmi hræðslu kvenna við að brotið sé á þeim kynferðislega á djamminu. „Þessar hugmyndir sem þær hafa fengið frá samfélaginu frá því þær voru litlar stelpur um að þær þurfi að passa sig, passa glasið sitt, passa að vera ekki einar og allt þetta, sem mig langaði líka að skoða. Þetta er allt eitthvað sem ég hef sjálf upplifað sem ung kona á djamminu og kom í ljós að þetta er bara sameiginleg upplifun allra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni.“ Þá ræddu stelpurnar það líka að þær upplifi sem svo að þær megi ekki drekka of mikið. Það sé þá stutt í að þær upplifi sem svo að þær séu að „niðurlægja“ sig. „Það er miklu meira niðurlægandi fyrir stelpu að vera rosalega ölvuð heldur en stráka, það er meira fyndið. Þannig það eru mismunandi viðmið. Þetta er flókið.“ Eigi alltaf að taka fyrsta skrefið Margrét tekur fram að hún hafi náð fleiri viðtölum við stelpur en stráka. Strákar séu ragari við að taka þátt í rannsóknum líkt og þessum. Hún segir klárlega þörf á frekari rannsóknum á upplifun karla af djamminu. „Það helsta sem þeir voru að tala um var til dæmis í kjölfar MeToo og allt þetta þá upplifa þeir að þeir þurfi að passa sig rosa vel, þú veist, þeir eru til dæmis að reyna við stelpur og svoleiðis og þurfa að vanda sig virkilega við það.“ Hún segir áhugavert að kynhlutverk skipti miklu á djamminu. Strákar upplifi sem svo að þeir þurfi alltaf að taka fyrsta skrefið þegar það kemur að kynferðislegum samskiptum sem mikið er um á djamminu. „Strákar upplifa margir að þeir þurfi að vilja kynlíf. Jafnvel það mikið að þeir megi ekki segja nei. Karlarnir í rannsókninni minni, ég ætla ekki að alhæfa, töluðu um að hafa bara fengið skítinn yfir sig eftir að hafa hafnað stelpu, einfaldlega af því að þeir vildu það ekki. Það var engin sérstök ástæða fyrir því, þetta voru myndarlegar stelpur en þeir fengu bara skítinn yfir sig.“ Hiki við að sýna áhuga til baka Þá segir Margrét að þær konur sem hún hafi talað við hafi talað um það að þær væru gjarnar á að hika við að sýna áhuga til baka í slíkum aðstæðum. „Af því að þá liður þeim eins og þeir skuldi þeim eitthvað líka, af því að þær ganga út frá því að þá vilji þeir sjálfkrafa kynlíf.“ Hún segir ljóst að um ákveðið samskiptaleysi sé að ræða. Þarna sé á ferðinni rótgróin hugmynd um kynhlutverk og samskipti kynjanna á djamminu. Áfengi sé svo til þess að flækja hlutina enn frekar og nefnir Margrét að strákarnir hafi líka flestir upplifað það að vera ögrað á djamminu. Skoða þurfi betur kveikjur að árásarhneigð og ofbeldi á djamminu og áhrif kynhlutverka þar á.
Kynlíf Bítið Næturlíf Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira