Astro Bot: Astro stígur ekki feilspor í nánast fullkomnum leik Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2024 08:47 Team Asobi Sumir leikir eru bara einföld og saklaus skemmtun. Þeir eru ekki margir en Astro Bot er svo sannarlega einn þeirra en þar að auki lítur hann stórkoslega vel út. Þetta er í þriðja sinn sem krúttlega vélmennið fær tölvuleik, á eftir Astro‘s Playroom og sýndarveruleikaleiknum Astro Bot Rescue Mission. Playroom var meðal annars ætlað að sýna getu nýrra fjarstýringa fyrir PS5, á meðan Rescue Mission átti að sýnda mátt PSVR2. Ég veit svo sem ekki hvað Astro Bot, sem er stærsti Astro-leikurinn hingað til, á að sýna annað en hvað leikir geta verið skemmtilegir, þó þeir séu mögulega einfaldir. Eins og í fyrri leikjunum kreista starfsmenn Team Asobi allt sem þeir geta úr DualSense fjarstýringunum, sem gerir ansi mikið fyrir upplifunina. Það er mælt með því að hækka í hátölurunum í fjarstýringunni. Sjá einnig: Nýjar fjarstýringar PS5 opna ýmsa möguleika Söguþráður Astro Bot gerist beint í kjölfar Rescue Mission. Í stuttu máli sagt snýst leikurinn um að bjarga vinum Astro úr ýmsum hættum eftir að PS5 geimskip þeirra vélmenna brotlendir eftir árás vondrar geimveru og vélmennin dreifast um vetrarbrautina. Astro þarf því að fljúga á DualSense-skipi sínu milli pláneta og leita þar að þrjú hundruð vinum sínum, sem líta margir út eins og persónur úr gömlum PlayStation-leikjum, á hverri plánetu fyrir sig. Astro Bot er mögulega einhver fínpússaðasti leikur sem ég man eftir því að hafa spilað. Hann lítur mjög vel út og nánast sama hve mikið gengur á á skjánum (það getur verið mjög mikið) þá hægir ekkert á fjölda ramma á sekúndu. Þá er magnað hvað lögmál eðlisfræðinnar eru vel útfærð í leiknum. Vatn og aðrir vökvar, í rauninni allt, bregst við Astro og hefur jafnvel áhrif í mörgum þrautum sem hann þarf að leysa. Fjölbreytt og lifandi borð Eins og áður segir er þetta stærsti Astro-leikurinn. Heimi Astro Bot er skipt niður í mismunandi svæði og hvert þeirra endar á plánetu sem er bein tilvísun í gamlan PlayStation leik á meðan Playroom vísaði í gamlar PlayStation tölvur, fjarstýringar og annan búnað. Í þessum borðum öðlast Astro hluta af hæfileikum hetju þess leiks til að berjast við lokakall svæðisins. Team Asobi Í hverju borði þarf Astro að leysa mis-auðveldar þrautir til að komast áfram og vera á varðbergi vegna leynilegra svæða þar sem finna má vélmenni til að bjarga eða aðra hluti sem Astro safnar. Pláneturnar eru mjög mismunandi og það er sjaldgæft að upplifa það að maður sé að endurtaka sömu hlutina við spilun leiksins. Áðurnefndir hæfileikar sem Astro fær hjálpa líka til við að gera hvert svæði leiksins sérstakt. Í gegnum spilun leiksins fær Astro marga mismunandi hæfileika sem hjálpa honum í gegnum borðin. Hvert borð Astro Bot tekur ekki langan tíma en þau eru öll merkilega lifandi og full af dýrum, óvinum og öðru til að skoða. Þau geta verið flókin á sinn hátt en manni er aldrei refsað grimmilega fyrir mistök við þrautir. Þá eru borðin mjög vel hönnuð og það borgar sig að kíkja fyrir öll horn og skoða sig vel um. Team Asobi Samantekt-ish Ég hef í rauninni ekkert út á á leikinn að setja. Astro Bot fangar gamla upplifun við tölvuleikjaspilun í mínum huga. Þetta er saklaus og einföld skemmtun en í sama mund er leikurinn augljóslega fáránlega vel gerður og ég man ekki eftir því að hafa leiðst í eina mínútu við spilun mína hingað til. Þetta er gífurlega skemmtilegur leikur að grípa í og jafnvel spila með öðrum, þó bara einn geti spilað í einu. Hann er eingöngu fáanlegur á PS5. Leikjadómar Sony Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Playroom var meðal annars ætlað að sýna getu nýrra fjarstýringa fyrir PS5, á meðan Rescue Mission átti að sýnda mátt PSVR2. Ég veit svo sem ekki hvað Astro Bot, sem er stærsti Astro-leikurinn hingað til, á að sýna annað en hvað leikir geta verið skemmtilegir, þó þeir séu mögulega einfaldir. Eins og í fyrri leikjunum kreista starfsmenn Team Asobi allt sem þeir geta úr DualSense fjarstýringunum, sem gerir ansi mikið fyrir upplifunina. Það er mælt með því að hækka í hátölurunum í fjarstýringunni. Sjá einnig: Nýjar fjarstýringar PS5 opna ýmsa möguleika Söguþráður Astro Bot gerist beint í kjölfar Rescue Mission. Í stuttu máli sagt snýst leikurinn um að bjarga vinum Astro úr ýmsum hættum eftir að PS5 geimskip þeirra vélmenna brotlendir eftir árás vondrar geimveru og vélmennin dreifast um vetrarbrautina. Astro þarf því að fljúga á DualSense-skipi sínu milli pláneta og leita þar að þrjú hundruð vinum sínum, sem líta margir út eins og persónur úr gömlum PlayStation-leikjum, á hverri plánetu fyrir sig. Astro Bot er mögulega einhver fínpússaðasti leikur sem ég man eftir því að hafa spilað. Hann lítur mjög vel út og nánast sama hve mikið gengur á á skjánum (það getur verið mjög mikið) þá hægir ekkert á fjölda ramma á sekúndu. Þá er magnað hvað lögmál eðlisfræðinnar eru vel útfærð í leiknum. Vatn og aðrir vökvar, í rauninni allt, bregst við Astro og hefur jafnvel áhrif í mörgum þrautum sem hann þarf að leysa. Fjölbreytt og lifandi borð Eins og áður segir er þetta stærsti Astro-leikurinn. Heimi Astro Bot er skipt niður í mismunandi svæði og hvert þeirra endar á plánetu sem er bein tilvísun í gamlan PlayStation leik á meðan Playroom vísaði í gamlar PlayStation tölvur, fjarstýringar og annan búnað. Í þessum borðum öðlast Astro hluta af hæfileikum hetju þess leiks til að berjast við lokakall svæðisins. Team Asobi Í hverju borði þarf Astro að leysa mis-auðveldar þrautir til að komast áfram og vera á varðbergi vegna leynilegra svæða þar sem finna má vélmenni til að bjarga eða aðra hluti sem Astro safnar. Pláneturnar eru mjög mismunandi og það er sjaldgæft að upplifa það að maður sé að endurtaka sömu hlutina við spilun leiksins. Áðurnefndir hæfileikar sem Astro fær hjálpa líka til við að gera hvert svæði leiksins sérstakt. Í gegnum spilun leiksins fær Astro marga mismunandi hæfileika sem hjálpa honum í gegnum borðin. Hvert borð Astro Bot tekur ekki langan tíma en þau eru öll merkilega lifandi og full af dýrum, óvinum og öðru til að skoða. Þau geta verið flókin á sinn hátt en manni er aldrei refsað grimmilega fyrir mistök við þrautir. Þá eru borðin mjög vel hönnuð og það borgar sig að kíkja fyrir öll horn og skoða sig vel um. Team Asobi Samantekt-ish Ég hef í rauninni ekkert út á á leikinn að setja. Astro Bot fangar gamla upplifun við tölvuleikjaspilun í mínum huga. Þetta er saklaus og einföld skemmtun en í sama mund er leikurinn augljóslega fáránlega vel gerður og ég man ekki eftir því að hafa leiðst í eina mínútu við spilun mína hingað til. Þetta er gífurlega skemmtilegur leikur að grípa í og jafnvel spila með öðrum, þó bara einn geti spilað í einu. Hann er eingöngu fáanlegur á PS5.
Leikjadómar Sony Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira