Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. september 2024 10:02 Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands, segir bæn og íhugun og stöðug tengsl við Guð og sitt innra líf gera lífið allt svo miklu léttara. Guðrún og kötturinn Snæfríður gæða sér oft saman á grískri jógúrt á morgnana. Vísir/RAX Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, viðurkennir að langa ekkert endilega fram úr strax og hún vaknar á morgnana. Öll Abbalögin og Meat Loaf koma henni alltaf í dansgírinn og vinælt á hlaupalagalistanum eru Bubbi Morthens og Grýlurnar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er ekki lengur með börn sem vekja mig eldsnemma, nema þegar ömmustelpurnar gista en ég vakna yfirleitt með yngsta fjölskyldumeðliminum sem á að mæta hæfilega snemma í skólann.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst ekki erfitt að vakna á morgnanna en langar þó alls ekki að fara framúr strax. Ég geymi það því í lengstu lög að fara á fætur og þá gef ég mér ekki tíma fyrir neitt nema það allra nauðsynlegasta. Ég er ekki mikil morgunverðarmanneskja en fæ ég mér alltaf eitthvað létt og fljótlegt. Grísk jógúrt er til dæmis upplagður morgunverður því hún er í uppáhaldi hjá kettinum okkar henni Snæfríði. Hún mætir inn í eldhús um leið og ég opna dolluna, horfir spennt á mig borða og fær svo að sleikja innan úr henni. Fyrsti kaffibollinn bíður þar til ég er komin í vinnuna.“ Hvaða lag frá unglingsárunum kemur þér alltaf í dansgírinn? ,,Allt með Abba og svo Paradise by the dashboard light með Meat Loaf. Það minnir mig á böllin á Borginni forðum. Svo var ég mikill aðdáandi bæði Bubba og Grýlanna og Sísí er ofarlega á hlaupalagalistanum mínum.“ Manneskjur eru ávalt í forgangi segir Guðrún, sem þýðir að skipulag presta, djákna og jafnvel biskups á það til að riðlast. Að upplagi er Guðrún mjög skipulögð, klárar predikanir sínar með góðum fyrirvara og finnst gott að skrifa verkefni á lista: á miða á skrifborðinu eða í símann. Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er í óða önn að koma mér inn í verkefni biskups Íslands, þar er í ákaflega mörg horn að líta og margt sem ég þarf að setja mig inn í. Svo eru ákveðin verkefni sem mig langar að setja af stað og ég er byrjuð að vinna í nokkrum þeirra. Seinni partinn í september fer ég Uppsala og tek þátt í vígslu tveggja biskupa í Sænsku kirkjunni en venja er að biskupar á norðurlöndunum séu viðstaddir biskupsvígslur í nágrannalöndunum. Það er svo mikilvægt fyrir kirkjuna að muna og finna að við erum hluti af stærra samhengi, stærri heimi og rækta sambönd við systurkirkjurnar. Í september er hálf öld síðan fyrsta konan var vígð til prests og ég hlakka til að taka þátt í dagskrá af því tilefni en síðan sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna hafa um 120 konur verið vígðar til prestþjónustu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar skipulögð og finnst mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir öll verkefnin og forgangsraða þeim. Þegar mikið er að gera þá verð ég enn skipulagðari en vanalega og því er ég til dæmis yfirleitt tilbúin með prédikanir og ræður með nokkuð góðum fyrirvara. Ég er líka mikið fyrir að skrifa lista. Það er svo ótrúlega gaman að geta strikað út af listanum verkefni sem ég hef lokið. Ég er bæði með lista á miðum á skrifborðinu og í símanum. Þegar verkefnin eru svona fjölbreytt þá finnst mér gott að skrifa niður og forgangsraða þannig. Svo gerist það oft að eitthvað óvænt og jafnvel sviplegt á sér stað sem kallar á þjónustu presta, djákna og jafnvel biskups og þá riðlast allt skipulag um tíma. Manneskjur eru ávalt í forgangi. Svo hef ég líka annað sem hjálpar mér í minni þjónustu og það er bæn og íhugun, að vera í stöðugum tengslum við Guð og mitt innra líf. Það gerir allt svolítið léttara.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég tel mér trú um að ég fari snemma að sofa. Ég trúi því einhvers staðar að ég fari að sofa um klukkan tíu en ég held þó að raunveruleikinn sé líklega nær miðnætti. Ég er samt frekar kvöldsvæf og ekki mikið fyrir að vaka lengi fram eftir.“ Kaffispjallið Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni TVIST, segir tvær mennskar vekjaraklukkur sjá til þess að hann fari snemma fram úr á morgnana; Önnur er fjögurra ára og hin eins og hálfs árs. 31. ágúst 2024 10:00 „Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01 Forstjóri, snúsari, mótorhjólatöffari, veiðimaður og framúrskarandi á ryksugunni Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas, er snúsari. Nema á sumrin, þá vaknar hann fyrr og fer á mótorhjóli í vinnuna. 27. apríl 2024 10:01 „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 „Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er ekki lengur með börn sem vekja mig eldsnemma, nema þegar ömmustelpurnar gista en ég vakna yfirleitt með yngsta fjölskyldumeðliminum sem á að mæta hæfilega snemma í skólann.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst ekki erfitt að vakna á morgnanna en langar þó alls ekki að fara framúr strax. Ég geymi það því í lengstu lög að fara á fætur og þá gef ég mér ekki tíma fyrir neitt nema það allra nauðsynlegasta. Ég er ekki mikil morgunverðarmanneskja en fæ ég mér alltaf eitthvað létt og fljótlegt. Grísk jógúrt er til dæmis upplagður morgunverður því hún er í uppáhaldi hjá kettinum okkar henni Snæfríði. Hún mætir inn í eldhús um leið og ég opna dolluna, horfir spennt á mig borða og fær svo að sleikja innan úr henni. Fyrsti kaffibollinn bíður þar til ég er komin í vinnuna.“ Hvaða lag frá unglingsárunum kemur þér alltaf í dansgírinn? ,,Allt með Abba og svo Paradise by the dashboard light með Meat Loaf. Það minnir mig á böllin á Borginni forðum. Svo var ég mikill aðdáandi bæði Bubba og Grýlanna og Sísí er ofarlega á hlaupalagalistanum mínum.“ Manneskjur eru ávalt í forgangi segir Guðrún, sem þýðir að skipulag presta, djákna og jafnvel biskups á það til að riðlast. Að upplagi er Guðrún mjög skipulögð, klárar predikanir sínar með góðum fyrirvara og finnst gott að skrifa verkefni á lista: á miða á skrifborðinu eða í símann. Vísir/RAX Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er í óða önn að koma mér inn í verkefni biskups Íslands, þar er í ákaflega mörg horn að líta og margt sem ég þarf að setja mig inn í. Svo eru ákveðin verkefni sem mig langar að setja af stað og ég er byrjuð að vinna í nokkrum þeirra. Seinni partinn í september fer ég Uppsala og tek þátt í vígslu tveggja biskupa í Sænsku kirkjunni en venja er að biskupar á norðurlöndunum séu viðstaddir biskupsvígslur í nágrannalöndunum. Það er svo mikilvægt fyrir kirkjuna að muna og finna að við erum hluti af stærra samhengi, stærri heimi og rækta sambönd við systurkirkjurnar. Í september er hálf öld síðan fyrsta konan var vígð til prests og ég hlakka til að taka þátt í dagskrá af því tilefni en síðan sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna hafa um 120 konur verið vígðar til prestþjónustu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar skipulögð og finnst mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir öll verkefnin og forgangsraða þeim. Þegar mikið er að gera þá verð ég enn skipulagðari en vanalega og því er ég til dæmis yfirleitt tilbúin með prédikanir og ræður með nokkuð góðum fyrirvara. Ég er líka mikið fyrir að skrifa lista. Það er svo ótrúlega gaman að geta strikað út af listanum verkefni sem ég hef lokið. Ég er bæði með lista á miðum á skrifborðinu og í símanum. Þegar verkefnin eru svona fjölbreytt þá finnst mér gott að skrifa niður og forgangsraða þannig. Svo gerist það oft að eitthvað óvænt og jafnvel sviplegt á sér stað sem kallar á þjónustu presta, djákna og jafnvel biskups og þá riðlast allt skipulag um tíma. Manneskjur eru ávalt í forgangi. Svo hef ég líka annað sem hjálpar mér í minni þjónustu og það er bæn og íhugun, að vera í stöðugum tengslum við Guð og mitt innra líf. Það gerir allt svolítið léttara.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég tel mér trú um að ég fari snemma að sofa. Ég trúi því einhvers staðar að ég fari að sofa um klukkan tíu en ég held þó að raunveruleikinn sé líklega nær miðnætti. Ég er samt frekar kvöldsvæf og ekki mikið fyrir að vaka lengi fram eftir.“
Kaffispjallið Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni TVIST, segir tvær mennskar vekjaraklukkur sjá til þess að hann fari snemma fram úr á morgnana; Önnur er fjögurra ára og hin eins og hálfs árs. 31. ágúst 2024 10:00 „Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01 Forstjóri, snúsari, mótorhjólatöffari, veiðimaður og framúrskarandi á ryksugunni Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas, er snúsari. Nema á sumrin, þá vaknar hann fyrr og fer á mótorhjóli í vinnuna. 27. apríl 2024 10:01 „Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00 „Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni TVIST, segir tvær mennskar vekjaraklukkur sjá til þess að hann fari snemma fram úr á morgnana; Önnur er fjögurra ára og hin eins og hálfs árs. 31. ágúst 2024 10:00
„Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01
Forstjóri, snúsari, mótorhjólatöffari, veiðimaður og framúrskarandi á ryksugunni Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas, er snúsari. Nema á sumrin, þá vaknar hann fyrr og fer á mótorhjóli í vinnuna. 27. apríl 2024 10:01
„Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6. apríl 2024 10:00
„Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13. apríl 2024 10:00