Handbolti

Selja bjór til minningar um Fidda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fidda-bjórinn sem FH ætlar að selja.
Fidda-bjórinn sem FH ætlar að selja.

Karlalið FH í handbolta safnar þessa dagana fyrir þátttöku í Evrópudeildinni og fer áhugaverðar leiðir í þeim efnum.

Nú er nefnilega hægt að kaupa bjór sem heitir einfaldlega „Fiddi“ og er til minningar um einn harðasta FH-ing allra tíma. Sá hét Friðrik Oddsson og var alltaf kallaður Fiddi. Hann féll frá árið 2015 og var þá aðeins 62 ára gamall.

Þetta er í annað sinn sem FH-ingar fara þessa leið en á síðasta ári seldi félagið bjór sem hét „Sæll meistari“.

FH er ríkjandi Íslandsmeistari í handbolta og verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í Evrópu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×