Lífið

Sig­valdi og Nótt nefndu drenginn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sigvaldi og Nótt eru búsett í Noregi. 
Sigvaldi og Nótt eru búsett í Noregi.  Skjáskot

Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, og Nótt Jónsdóttir fyrrverandi knattspyrnukona eignuðust dreng 29. ágúst síðastliðinn. 

Drengurinn, sem hefur verið nefndur Funi, er annað barn parsins. Fyrir eiga þau Jökul sem er tveggja ára.

Parið til­kynnti nafngiftina í færslu á In­sta­gram þar sem einnig má sjá sæta mynd af hvítvoðungnum.

„Í dag er vika síðan litli prinsinn okkar kom í heiminn og fullkomnaði fjölskylduna. Hann lét alls ekki bíða eftir sér og mætti rúmum þrem vikum fyrir settan dag, algjörlega tilbúinn, stór og sterkur. 

Seinustu dagar hafa farið í það að kynnast honum og lífinu sem fjögurrra manna fjölskylda, ásamt því gera og græja það sem ekki var klárt enda bjuggumst við alls ekki við honum svona snemma.“

Fjölskyldan er búsett í Noregi þar sem Sigvaldi spilar með norska meistaraliðinu Kolstad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×