Veður

Gular og appel­sínu­gular við­varanir víða um land

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í kortunum næstu tvo daga. Fyrstu tvær viðvaranirnar eru gular og taka gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Búist er við slyddu og snjókomu á fjallvegum. Færð gæti spills tog ferðamenn sagðir eiga að geta búist við vetrarfærð.

Á miðhálendinu tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið á morgun, mánudag. Þar er búist við snjókomu, skafrenningi og lélegu skygni. Ekki er mælt með ferðalögum þar.

Klukkan níu í fyrramálið bætist við gul viðvörun á Austurlandi að glettingi. Þar er búist með éljagangi, einkum á fjallvegum. Þá gæti færð spillst.

Klukkan sex annað kvöld breytast gulu viðvaranirnar á Norðurlandi eystra og á Ströndum og Norðurlandi vestra í appelsínugula viðvörun. Búist er við talsverðri snjókomu á fjallvegum. Þá þykja samgöngutruflanir líklegar og ekki er mælt er með ferðalögum.

Klukkan þrjú síðdegis á miðvikudag fellur viðvörunin úr gildi á Norðurlandi vestra og ströndum, en tekur gildi á Austurlandi að Glettingi.

Allar viðvaranir verða búnar að falla úr gildi klukkan ellefu um þriðjudagskvöld á miðhálendinu.

Hér má sjá kort yfir viðvaranirnar.Veðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×