Kína endaði enn og aftur með langflest verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 18:46 Kínverjar unnu til fjölda verðlauna í sundi, þar á meðal þrefalt í 50 metra baksundi í fötlunarflokki 5, þar sem þær Dong Lu, Shenggao He og Yu Lui stóðu sig best. Getty/Sean M. Haffey Kínverjar halda heim frá París með langflest verðlaun allra þjóða á Ólympíumóti fatlaðra, eða Paralympics, líkt og venja er orðin. Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira