Handbolti

Fær ekki keppnis­leyfi þar sem upp­eldis­bætur hafa ekki verið greiddar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnar Magnússon er þjálfari Aftureldingar.
Gunnar Magnússon er þjálfari Aftureldingar. Vísir/Hulda Margrét

Færeyski landsliðsmaðurinn Sveinur Ólafsson, leikmaður Aftureldingar, er ekki enn kominn með leikheimild í Olís-deild karla í handbolta þar sem Mosfellingar eiga eftir að greiða uppeldisbætur til Færeyja fyrir leikmanninn.

Það er Handbolti.is greinir frá. Í frétt miðilsins segir að sé óvist hvenær Sveinur fær leikheimild þar sem Afturelding þarf að greiða uppeldisbætur upp á hálfa milljón íslenskra króna eftir að hafa greitt annað eins í alþjóðlegt félagaskiptagjald.

Sveinur hefur leikið með yngri landsliðum Færeyja og því gat handknattleikssamband Færeyja farið fram á uppeldisbætur. Á meðan þær hafa ekki verið greiddar þá fær Sveinur ekki að spila með Aftureldingu.

Afturelding byrjaði tímabilið á eins marks tapi gegn Haukum í 1. umferð Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er á föstudaginn kemur gegn Val á Hlíðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×