Bað fjölskylduna afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 08:31 Dave Castro ræður miklu hjá CrossFit samtökunum og hefur mikið á sinni samsvisku eftir síðustu heimsleika. @thedavecastro Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna í CrossFit, hefur nú svarað sláandi bréfi bróður Lazars heitins Dukic með því að biðjast afsökunar. Luka Dukic skrifaði um það sem var í gangi á bak við tjöldin þessa afdrifaríku daga þegar bróðir hans drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Meðal annars nefndi Luka samskipti sínu við umræddan Dave Castro. Castro hafi komið upp á hótelherbergi til hans ásamt öðrum yfirmanni CrossFit samtakanna og tilkynnt Dukic það að þau myndu klára heimsleikanna en jafnframt tileinka þá látnum bróður hans. Sagði ekki satt Samkvæmt því sem hann hefur eftir Castro þá var Dukic og fjölskyldu hans tilkynnt um það að þau hefðu ekkert með það að segja hvaða ákvörðun yrði tekin. Luka sagðist ekki hafa verið sammála því og hvað þá þegar CrossFit samtökin tilkynntu að þau væru að klára keppnina með samþykki fjölskyldunnar. Það var ekki satt. Castro segist hafa lesið færslu Luka og ákvað eftir það að biðjast opinberlega afsökunar. Castro baðst afsökunar á því hvernig hann talaði um Dukic fjölskylduna þegar hann tilkynnti heiminum að þau ætluðu að klára heimsleikana. Engin blessun frá fjölskyldunni „Ég las pistil Luka og ég vil biðja hann og alla Dukic fjölskylduna afsökunar,“ skrifaði Castro. „Ég hefði aldrei átt að segja að ákvörðunin um að halda heimsleikunum áfram hefði fengið blessun frá fjölskyldu þeirra,“ skrifaði Castro. „Á þessum tímapunkti var búið að taka ákvörðun um að halda heimsleikunum áfram og leyfa okkar fólki að keppa. Við bárum jafnframt virðingu fyrir því íþróttafólki sem ákvað að hætta keppni,“ skrifaði Castro. Aldrei lent í svona aðstöðu áður „Þessi ákvörðun var tekin af CrossFit og ég ætlaði mér aldrei að setja þungan af þessari ákvörðun á herðar Luka, Dukic fjölskyldunnar eða CrossFit íþróttafólksins,“ skrifaði Castro. „Ég hef aldrei lent í svona aðstöðu áður og ég gerði algjörlega mistök. Ég sé mikið eftir því og þeim sársauka sem ég hef valdið,“ skrifaði Castro. View this post on Instagram A post shared by Dave Castro (@thedavecastro) CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Luka Dukic skrifaði um það sem var í gangi á bak við tjöldin þessa afdrifaríku daga þegar bróðir hans drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Meðal annars nefndi Luka samskipti sínu við umræddan Dave Castro. Castro hafi komið upp á hótelherbergi til hans ásamt öðrum yfirmanni CrossFit samtakanna og tilkynnt Dukic það að þau myndu klára heimsleikanna en jafnframt tileinka þá látnum bróður hans. Sagði ekki satt Samkvæmt því sem hann hefur eftir Castro þá var Dukic og fjölskyldu hans tilkynnt um það að þau hefðu ekkert með það að segja hvaða ákvörðun yrði tekin. Luka sagðist ekki hafa verið sammála því og hvað þá þegar CrossFit samtökin tilkynntu að þau væru að klára keppnina með samþykki fjölskyldunnar. Það var ekki satt. Castro segist hafa lesið færslu Luka og ákvað eftir það að biðjast opinberlega afsökunar. Castro baðst afsökunar á því hvernig hann talaði um Dukic fjölskylduna þegar hann tilkynnti heiminum að þau ætluðu að klára heimsleikana. Engin blessun frá fjölskyldunni „Ég las pistil Luka og ég vil biðja hann og alla Dukic fjölskylduna afsökunar,“ skrifaði Castro. „Ég hefði aldrei átt að segja að ákvörðunin um að halda heimsleikunum áfram hefði fengið blessun frá fjölskyldu þeirra,“ skrifaði Castro. „Á þessum tímapunkti var búið að taka ákvörðun um að halda heimsleikunum áfram og leyfa okkar fólki að keppa. Við bárum jafnframt virðingu fyrir því íþróttafólki sem ákvað að hætta keppni,“ skrifaði Castro. Aldrei lent í svona aðstöðu áður „Þessi ákvörðun var tekin af CrossFit og ég ætlaði mér aldrei að setja þungan af þessari ákvörðun á herðar Luka, Dukic fjölskyldunnar eða CrossFit íþróttafólksins,“ skrifaði Castro. „Ég hef aldrei lent í svona aðstöðu áður og ég gerði algjörlega mistök. Ég sé mikið eftir því og þeim sársauka sem ég hef valdið,“ skrifaði Castro. View this post on Instagram A post shared by Dave Castro (@thedavecastro)
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira