Sport

Hún slær fastar en bestu strákarnir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka er mjög kraftmikil inn á tennisvellinum og ekki einu sinn karlanir eiga roð í hana þegar kemur að forhandarhöggunum.
Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka er mjög kraftmikil inn á tennisvellinum og ekki einu sinn karlanir eiga roð í hana þegar kemur að forhandarhöggunum. Getty/Sarah Stier

Karlar ná vanalega fastari slögum með tennisspöðum sínum en það er ekki algilt. Það sannaði nýkrýndur meistari í ár.

Aryna Sabalenka tryggði sér sigur á opna bandaríska meistaramótinu í tennis um helgina. Þetta var hennar annar sigur á risamóti á árinu.

Sabalenka vann einnig Opna ástralska meistaramótið í janúar. Í úrslitaleik opna bandaríska vann hún heimakonuna Jessicu Pegula 7–5 og 7–5.

Það var þó önnur tölfræði Sabalenku á mótinu sem vakti mikla athygli.

Mótshaldarar á Opna bandaríska mældu nefnilega hraðann á slögum tennisfólksins og það hjá báðum kynjum. Þar kom í ljós að Sabalenka var með fastasta forhandarhöggið á mótinu.

Hún náði forhandarhöggi upp á 129 kílómetra á klukkustund.

Efsti karlinn var Spánverjinn Carlos Alcaraz með forhandarhögg upp á 127 kílómetra á klukkustund.

Novak Djokovic var í fjórða sætinu með 122 km/klst en á undan honum var meistari karlanna, Jannik Sinner, með högg upp á 126 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×