Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 07:33 Hin ástralska Raygun náði engum árangri á Ólympíuleikunum í París er samt best í heimi samkvæmt nýjasta heimslista Alþjóða dansambandsins. Getty/Elsa Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla. Dans Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla.
Dans Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira