Sex heilnæm heilsuráð inn í haustið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. september 2024 07:02 Sara Snædís er nýlega flutt heim til Íslands eftir að hafa búið erlendis síðastliðin sjö ár. „Nýr kafli þýðir oft nýjar áskoranir og nýjar venjur og því er gott að nýta kaflaskil til þess að pússa aðeins rútínuna hjá sér og mögulega breyta aðeins til, taka eitthvað nýtt inn og skilja eitthvað annað eftir,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. Sara brennur fyrir heilsu kvenna og leggur mikið upp úr því að veita konum innblástur til að hlúa vel að sér í amstri dagsins, gefa sér tíma fyrir sjálfar sig og leggja sig fram við að tileinka sér heilsusamlegan lífstíl. „Vertu með gott hugarfar, sýndu sjálfum þér mildi og mundu að þú átt skilið að líða vel í líkama og sál,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir haustið mikilvægan tíma til að staldra við og koma sér af stað í rútínu með heildrænni nálgun að leiðarljósi. „September er mættur í allri sinni dýrð og fyrir marga er þetta það tímabil sem hraðinn er mikill og mörgu sem þarf að sinna. Það getur verið erfitt að halda utan um þetta allt, forgangsraða og mæta kröfum annara og sjálfum sér. Það er samt mikilvægt að staldra aðeins við og nýta þetta nýja tímabil sem er að hefjast til að taka aðeins til hjá sér,“ segir Sara. Sex atriði fyrir haustið Sara setti saman sex atriði sem hún telur mikilvæg til að koma sér af stað í haustið með heildrænni hugsun að leiðarljósi. Gefðu þér tíma til að hugsa hvað þú vilt Áður en haustið fer af stað, taktu þér tíma þar sem þú sest niður og punktar hjá þér hvað það er sem þú vilt koma í betra stand eða vilt gera meira eða minna af. Það getur verið hvað sem er en hafðu fókusinn á þína heilsu og vellíðan. Þegar þú veist betur hvað það er sem þú vilt einblína á þá er léttara fyrir þig að setja upp plan og vinna að settum markmiðum. Settu upp raunhæft æfingaplan Það er fátt betra en að koma sér aftur í góða æfingarútínu eftir sumarið og haustið er einn vinsælasti tími ársins til þess að æfa. En því miður gerist það oft á tíðum að fólk fer of geyst af stað og setur upp æfingaráætlum sem erfitt er að sinna þegar líða tekur á haustið sem verður til þess að fólk dettur úr rútínu og á erfitt með að ná sér aftur á strik. Til þess að koma í veg fyrir þetta þarf æfingarplanið að vera raunhæft alveg frá byrjun og passa að það séu ekki fleiri æfingar planaðar á viku en hægt er að framkvæma og líka að þú finnir ánægjuna í þeim æfingum sem þú velur þér. Á vefsíðunni minni, Withsara, höfum við útbúið fjögurra vikna áskorun fyrir september sem er byggð þannig upp að æfingarnar eru stuttar, fjölbreyttar en áhrifamiklar. Áskorunin er byggð upp þannig að æft er tvo daga í röð og svo hvíldardagur, frábær leið til þess að koma sér aftur í gott flæði og æfa markvisst með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum. Sýndu þér mildi í mataræði og nærðu þig vel Eins og með æfingarnar þá er nauðsynlegt að sýna sér mildi í upphafi nýs tímabils og passa að fara ekki í miklar öfgar. Gott viðmið er bara að passa að það sé verið að næra líkamann vel með fjölbreyttu fæði. Það er hægt að fara í allskonar flækjur tengt mataræðinu en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta ekki svo flókið og nokkuð auðvelt að næra líkamann vel. Matur er orka og næring og því er gott að miða við að borða heilnæma fæðu sem gefur okkur þá næringu sem við þurfum á að halda til að líða sem best. Fyrsta skrfið er að minnka unna fæðu sem innihalda oft gerviefni, slæmar olíur og einföld kolvetni. Hægt er að nálgast hugmyndir að heilnæmum uppskriftum á vefsíðu minni. Forgangsraðaðu nærandi stundum Það er margt sem þarf að gera og græja á stóru heimili og vinnu. Oft mætir það afgangi að gefa sjálfum sér nærandi stundir. Ég mæli með að taka frá tíma á hverjum degi þar sem þú nærir þig með útiveru, hringir í vin, tekur öndunaræfingu eða hugleiðslu, leggur frá þér skjáinn eða hvað sem þér finnst gott að gera til þess að róa taugakerfið. Taugakerfið okkar er oft á tíðum undir miklu álagi og getur það til lengri tíma haft slæmar afleiðingar á okkar heilsu. Eins og við öll vitum spilar svefn að sjálfsögðu stórt hlutverk í þessu líka og við ættum að vinna markvisst að því að auka gæði svefnsins okkar. Ef lítil börn eru á heimilinu sem koma í veg fyrir góðan svefn eða eitthvað annað þá er enn mikilvægara að gefa sér nærandi stundir yfir daginn og koma upp rútínu sem róar taugakerfið. Húðumhirða Þótt að það séu margir þættir sem spila saman til þess að fá góða húð þá tel ég að góð húðumhirða skiptir sköpum fyrir heilsuna okkar og sjálfstraustið. Að hreinsa húðina vel kvölds og morgna er lykilatriði þegar kemur að húðumhirðu. Einnig er gott viðmið að velja sér fáar en góðar snyrtivörur sem innhalda hrein og góð efni sem erta ekki húðina eða hreinilega hafa skaðleg áhrif á húðina og okkur sjálf. Einnig er gott að gefa andlitinu gott nudd reglulega með guasha, kælikúlu eða bara með höndunum. Aðrið þættir sem geta haft áhrif á húðina okkar er mataræði, hormónaheilsa, svefn, streita og umhverfið. Sterkt ónæmiskerfi Við þekkjum öll að með vetrinum fylgja flensur og kvef. En það er ýmislegt sem við getum gert til að styrkja ónæmiskerfið okkar og vonandi komið í veg fyrir einhverjar flensur í haust. Góðu fréttirnar eru þær að allir þættirnir hér að ofan munu hjálpa þér að styrkja ónæmiskerfið ef þeim er sinnt. Þ.e. regluleg hreyfing, fjölbreytt og næringarríkt mataræði, góður svefn, lágmarka streitu og róa taugakerfið. Þetta minnir okkur að að heildræn heilsa þar sem þessir helstu þættir eru teknir til greina eflir okkur og eykur vellíðan til muna. Að hafa þessi sex atriði að leiðarljósi við upphaf af nýrri rútínu fyrir haustið mun efla heilsuna þína bæði líkamlega og andlega. Það er ekki nóg að drekka bara grænan djús á morgnanna heldur er þetta samspil margra hluti sem mynda heildræna nálgun að bættri heilsu. Ég hvet þig til þess að nýta næstu daga í að taka aðeins til í þeirri rútínu sem þú ætlar að tileinka þér og kanna hvort að það sé möguleiki að setja þína heilsu enn meira í forgrunn til að tryggja bætta heilsu til framtíðar. Heilsa Tengdar fréttir Morgunrútína Söru Snædísar sem eykur afkastagetu og orku Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segist hafa tileinkað sér góða morgunrútínu til að viðhalda góðum venjum dag frá degi. Hún hafi í kjölfarið orðið afkastameiri, fundið fyrir jafnari orku og liðið almennt betur. 20. mars 2024 14:10 Heitustu trendin fyrir sumarið 2024 Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru. 17. maí 2024 07:02 Einföld ráð til að hlaða batteríin yfir sumarið „Sumarið að mínu mati er tilvalið til þess að núllstilla sig, skapa nýjar og heildrænar venjur sem styðja við heilsuna okkar. Við höfum meiri tíma, rútínan okkar breytist og við ættum að stefna á að hlúa extra vel að okkur og nýta sumarið til þess að hlaða batteríin, segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi With Sara. 5. júní 2024 07:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
Sara brennur fyrir heilsu kvenna og leggur mikið upp úr því að veita konum innblástur til að hlúa vel að sér í amstri dagsins, gefa sér tíma fyrir sjálfar sig og leggja sig fram við að tileinka sér heilsusamlegan lífstíl. „Vertu með gott hugarfar, sýndu sjálfum þér mildi og mundu að þú átt skilið að líða vel í líkama og sál,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir haustið mikilvægan tíma til að staldra við og koma sér af stað í rútínu með heildrænni nálgun að leiðarljósi. „September er mættur í allri sinni dýrð og fyrir marga er þetta það tímabil sem hraðinn er mikill og mörgu sem þarf að sinna. Það getur verið erfitt að halda utan um þetta allt, forgangsraða og mæta kröfum annara og sjálfum sér. Það er samt mikilvægt að staldra aðeins við og nýta þetta nýja tímabil sem er að hefjast til að taka aðeins til hjá sér,“ segir Sara. Sex atriði fyrir haustið Sara setti saman sex atriði sem hún telur mikilvæg til að koma sér af stað í haustið með heildrænni hugsun að leiðarljósi. Gefðu þér tíma til að hugsa hvað þú vilt Áður en haustið fer af stað, taktu þér tíma þar sem þú sest niður og punktar hjá þér hvað það er sem þú vilt koma í betra stand eða vilt gera meira eða minna af. Það getur verið hvað sem er en hafðu fókusinn á þína heilsu og vellíðan. Þegar þú veist betur hvað það er sem þú vilt einblína á þá er léttara fyrir þig að setja upp plan og vinna að settum markmiðum. Settu upp raunhæft æfingaplan Það er fátt betra en að koma sér aftur í góða æfingarútínu eftir sumarið og haustið er einn vinsælasti tími ársins til þess að æfa. En því miður gerist það oft á tíðum að fólk fer of geyst af stað og setur upp æfingaráætlum sem erfitt er að sinna þegar líða tekur á haustið sem verður til þess að fólk dettur úr rútínu og á erfitt með að ná sér aftur á strik. Til þess að koma í veg fyrir þetta þarf æfingarplanið að vera raunhæft alveg frá byrjun og passa að það séu ekki fleiri æfingar planaðar á viku en hægt er að framkvæma og líka að þú finnir ánægjuna í þeim æfingum sem þú velur þér. Á vefsíðunni minni, Withsara, höfum við útbúið fjögurra vikna áskorun fyrir september sem er byggð þannig upp að æfingarnar eru stuttar, fjölbreyttar en áhrifamiklar. Áskorunin er byggð upp þannig að æft er tvo daga í röð og svo hvíldardagur, frábær leið til þess að koma sér aftur í gott flæði og æfa markvisst með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum. Sýndu þér mildi í mataræði og nærðu þig vel Eins og með æfingarnar þá er nauðsynlegt að sýna sér mildi í upphafi nýs tímabils og passa að fara ekki í miklar öfgar. Gott viðmið er bara að passa að það sé verið að næra líkamann vel með fjölbreyttu fæði. Það er hægt að fara í allskonar flækjur tengt mataræðinu en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta ekki svo flókið og nokkuð auðvelt að næra líkamann vel. Matur er orka og næring og því er gott að miða við að borða heilnæma fæðu sem gefur okkur þá næringu sem við þurfum á að halda til að líða sem best. Fyrsta skrfið er að minnka unna fæðu sem innihalda oft gerviefni, slæmar olíur og einföld kolvetni. Hægt er að nálgast hugmyndir að heilnæmum uppskriftum á vefsíðu minni. Forgangsraðaðu nærandi stundum Það er margt sem þarf að gera og græja á stóru heimili og vinnu. Oft mætir það afgangi að gefa sjálfum sér nærandi stundir. Ég mæli með að taka frá tíma á hverjum degi þar sem þú nærir þig með útiveru, hringir í vin, tekur öndunaræfingu eða hugleiðslu, leggur frá þér skjáinn eða hvað sem þér finnst gott að gera til þess að róa taugakerfið. Taugakerfið okkar er oft á tíðum undir miklu álagi og getur það til lengri tíma haft slæmar afleiðingar á okkar heilsu. Eins og við öll vitum spilar svefn að sjálfsögðu stórt hlutverk í þessu líka og við ættum að vinna markvisst að því að auka gæði svefnsins okkar. Ef lítil börn eru á heimilinu sem koma í veg fyrir góðan svefn eða eitthvað annað þá er enn mikilvægara að gefa sér nærandi stundir yfir daginn og koma upp rútínu sem róar taugakerfið. Húðumhirða Þótt að það séu margir þættir sem spila saman til þess að fá góða húð þá tel ég að góð húðumhirða skiptir sköpum fyrir heilsuna okkar og sjálfstraustið. Að hreinsa húðina vel kvölds og morgna er lykilatriði þegar kemur að húðumhirðu. Einnig er gott viðmið að velja sér fáar en góðar snyrtivörur sem innhalda hrein og góð efni sem erta ekki húðina eða hreinilega hafa skaðleg áhrif á húðina og okkur sjálf. Einnig er gott að gefa andlitinu gott nudd reglulega með guasha, kælikúlu eða bara með höndunum. Aðrið þættir sem geta haft áhrif á húðina okkar er mataræði, hormónaheilsa, svefn, streita og umhverfið. Sterkt ónæmiskerfi Við þekkjum öll að með vetrinum fylgja flensur og kvef. En það er ýmislegt sem við getum gert til að styrkja ónæmiskerfið okkar og vonandi komið í veg fyrir einhverjar flensur í haust. Góðu fréttirnar eru þær að allir þættirnir hér að ofan munu hjálpa þér að styrkja ónæmiskerfið ef þeim er sinnt. Þ.e. regluleg hreyfing, fjölbreytt og næringarríkt mataræði, góður svefn, lágmarka streitu og róa taugakerfið. Þetta minnir okkur að að heildræn heilsa þar sem þessir helstu þættir eru teknir til greina eflir okkur og eykur vellíðan til muna. Að hafa þessi sex atriði að leiðarljósi við upphaf af nýrri rútínu fyrir haustið mun efla heilsuna þína bæði líkamlega og andlega. Það er ekki nóg að drekka bara grænan djús á morgnanna heldur er þetta samspil margra hluti sem mynda heildræna nálgun að bættri heilsu. Ég hvet þig til þess að nýta næstu daga í að taka aðeins til í þeirri rútínu sem þú ætlar að tileinka þér og kanna hvort að það sé möguleiki að setja þína heilsu enn meira í forgrunn til að tryggja bætta heilsu til framtíðar.
Heilsa Tengdar fréttir Morgunrútína Söru Snædísar sem eykur afkastagetu og orku Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segist hafa tileinkað sér góða morgunrútínu til að viðhalda góðum venjum dag frá degi. Hún hafi í kjölfarið orðið afkastameiri, fundið fyrir jafnari orku og liðið almennt betur. 20. mars 2024 14:10 Heitustu trendin fyrir sumarið 2024 Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru. 17. maí 2024 07:02 Einföld ráð til að hlaða batteríin yfir sumarið „Sumarið að mínu mati er tilvalið til þess að núllstilla sig, skapa nýjar og heildrænar venjur sem styðja við heilsuna okkar. Við höfum meiri tíma, rútínan okkar breytist og við ættum að stefna á að hlúa extra vel að okkur og nýta sumarið til þess að hlaða batteríin, segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi With Sara. 5. júní 2024 07:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
Morgunrútína Söru Snædísar sem eykur afkastagetu og orku Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segist hafa tileinkað sér góða morgunrútínu til að viðhalda góðum venjum dag frá degi. Hún hafi í kjölfarið orðið afkastameiri, fundið fyrir jafnari orku og liðið almennt betur. 20. mars 2024 14:10
Heitustu trendin fyrir sumarið 2024 Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru. 17. maí 2024 07:02
Einföld ráð til að hlaða batteríin yfir sumarið „Sumarið að mínu mati er tilvalið til þess að núllstilla sig, skapa nýjar og heildrænar venjur sem styðja við heilsuna okkar. Við höfum meiri tíma, rútínan okkar breytist og við ættum að stefna á að hlúa extra vel að okkur og nýta sumarið til þess að hlaða batteríin, segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi With Sara. 5. júní 2024 07:00