Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2024 08:02 Raxi og landkönnuðurinn Ingólfur Arnarson (júníor) svífa eins og fuglinn fljúgandi yfir Lónsöræfi og uppgötvuðu lygilega litadýrð í hinni ósnortnu náttúru. vísir/rax Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. Að þessu sinni flaug Raxi flugvél sinni yfir Lónsöræfi sem eru tvímælalaust meðal allra fallegustu staða á Íslandi. Jölulsá í lóni rennur í hlykkjum niður hrikalegt gljúfrið í átt til sjávar. Þetta er illt yfirferðar og þangað hafa ekki margir komið, þó gönguhópar leiti leiða. Marga staðina er einungis unnt að skoða úr lofti. „Það þarf að hafa varann á sér á flugi yfir Lónsöræfum og gljúfrinu,“ segir Raxi. Hann segir auðvelt að gleyma sér því þarna sé margt að sjá. „Litadýrðin er engu lík. Já, nema kannski í Landmannalaugum? En ef rýnt er inn í klettabeltiin má sjá tröllsleg andlit og forynjur horfa til baka þegar flogið er þar hjá,“ segir Raxi og honum dettur strax í hug lagið Fjöllin hafa vakað: „Þarna hafa fjöllin vakað lengur en í þúsund ár.“ Og á vitaskuld kollgátuna. Lónsöræfi eru um fimm til sjö milljón ára gömul. Helgi Torfason jarðfræðingur gerði rannsóknir og gerði hann berggrunnskort af Kollumúlaeldisstöðinni á Lónsöræfum. Rannsóknir hans leiddu í ljós að eldstöðin hefur verið verik í um 1,3 milljónir ára. Ragnar og Ingólfur voru ekki einir á ferð. Þarna er gul flugvél að flækjast inn um en hún gefur til kynna stærðarhlutföllin sem um ræður. En við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. Reynið að finna tröll og sá sem finnur flest vinnur. Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Ljósmyndun RAX Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Að þessu sinni flaug Raxi flugvél sinni yfir Lónsöræfi sem eru tvímælalaust meðal allra fallegustu staða á Íslandi. Jölulsá í lóni rennur í hlykkjum niður hrikalegt gljúfrið í átt til sjávar. Þetta er illt yfirferðar og þangað hafa ekki margir komið, þó gönguhópar leiti leiða. Marga staðina er einungis unnt að skoða úr lofti. „Það þarf að hafa varann á sér á flugi yfir Lónsöræfum og gljúfrinu,“ segir Raxi. Hann segir auðvelt að gleyma sér því þarna sé margt að sjá. „Litadýrðin er engu lík. Já, nema kannski í Landmannalaugum? En ef rýnt er inn í klettabeltiin má sjá tröllsleg andlit og forynjur horfa til baka þegar flogið er þar hjá,“ segir Raxi og honum dettur strax í hug lagið Fjöllin hafa vakað: „Þarna hafa fjöllin vakað lengur en í þúsund ár.“ Og á vitaskuld kollgátuna. Lónsöræfi eru um fimm til sjö milljón ára gömul. Helgi Torfason jarðfræðingur gerði rannsóknir og gerði hann berggrunnskort af Kollumúlaeldisstöðinni á Lónsöræfum. Rannsóknir hans leiddu í ljós að eldstöðin hefur verið verik í um 1,3 milljónir ára. Ragnar og Ingólfur voru ekki einir á ferð. Þarna er gul flugvél að flækjast inn um en hún gefur til kynna stærðarhlutföllin sem um ræður. En við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. Reynið að finna tröll og sá sem finnur flest vinnur. Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax
Ljósmyndun RAX Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01