„Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2024 12:33 Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Prís segist sannfærð um tækifæri til að lækka matvöruverð hér á landi. Sindri Sindrason kíkti í kaffi til körfuboltakempunnar sem lofar lægsta verðinu meðan hún ráði þar ríkjum. „Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan. Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira
„Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan.
Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira