Lífið

Um­fjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta Líf tjáði sig um umfjöllun miðla á Íslandi um kynjaveisluna hennar og Enok á síðasta ári.
Birgitta Líf tjáði sig um umfjöllun miðla á Íslandi um kynjaveisluna hennar og Enok á síðasta ári.

Kynjaveisla World Class erfingjans Birgittu Lífar Björnsdóttir og Enoks Jónsdóttur fór fyrir brjóstið á nýbakaðri móðurinni. Farið var ítarlega yfir kynjaveisluna umtöluðu í síðasta þætti af LXS á Stöð 2.

Þar kom fram að Birgitta Líf hefði tekið þeirri umfjöllun sem sást á vefsíðum landsins og í kvöldfréttum Stöðvar 2 nokkuð inn á sig.

Birgitta og Enok Jónsson héldu kynjaveislu 17. september á síðasta ári þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti við heimili Birgittu í Skuggahverfinu í Reykjavík. Þau átti þarna von á dreng sem er nú kominn í heiminn.

Í þættinum í gærkvöldi kom í ljós að öll þessi umfjöllun fór svolítið öfugt ofan í Birgittu. Hún talaði um að hún hafi reynt sitt allra besta að taka þessu ekki persónulega, til að reyna minnka streitu. 

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Klippa: Umfjöllunin um kynjaveisluna fór fyrir brjóstið á Birgittu
LXS

Tengdar fréttir

Þynnkan bar hópinn ofurliði og Ína grét úr reiði

Það getur reynt á taugarnar þegar bestu vinkonurnar standa ekki við fyrirhuguð plön. Því fékk Ína María Einarsdóttir að kynnast þegar aðeins ein úr LXS genginu mætti í skipulagða loftbelgsferð í Marokkó. Hinar voru of þunnar og létu ekki sjá sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×