Handbolti

Ein sú besta fram­lengir um þrjú ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Rósa Magnúsdóttir fagnar eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í þriðja leik liðanna á Hlíðarenda.
Elín Rósa Magnúsdóttir fagnar eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í þriðja leik liðanna á Hlíðarenda. Vísir/Anton Brink

Elín Rósa Magnúsdóttir verður áfram í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handboltanum sem eru gleðifréttir fyrir Hlíðarendafélagið.

Þessa öfluga landsliðskona hefur nú skrifað undir nýjan þriggja ára samning.

Á síðasta tímabili var Elín Rósa kosin besti sóknarmaður Olís deildar kvenna og þá er hún komin í flott hlutverk í íslenska landsliðinu.

Valskonur byrjuðu nýtt tímabil á stórsigri á Stjörnunni í Meistarakeppninni og öruggum sigri á ÍR í fyrstu umferð Olís deildarinnar.

Elín Rósa skoraði sjö mörk úr átta skotum í Meistarakeppninni og fimm mörk úr sjö skotum í fyrsta leik Íslandsmótsins. Hún mætir því öflug til leiks á nýju tímabili.

Á síðasta tímabili var Elín Rósa með 3,9 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali samkvæmt tölfræði HB Statz auk þess að nýta 68 prósent skota sína.

Hún hækkaði líka tölur sínar mikið frá árinu á undan þegar hún var með 2,9 mörk og 2,4 stoðsendingar í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×