CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2024 14:43 EVE Frontier deilir söguheimi með EVE Online en gerist 23 þúsund ár í framtíðinni. CCP Tölvuleikjafyrirtækið CCP opinberaði í dag nýjan tölvuleik sem hefur verið í smíðum hjá fyrirtækinu hér á Íslandi. Leikurinn ber heitið EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP. Í grunninn er EVE Frontier fjölspilunarleikur sem gengur út á að lifa af í harðneskjulegum heimi. Á ensku kallast þessir leikir „Survival MMO“ en þessi leikur gerist á einum vefþjóni þannig að allir spilarar lifa í sama heiminum, eins og í EVE Online, en sá heimur spannar þúsundir sólkerfa. Hér að neðan má sjá fyrstu stiklu leiksins. „EVE Frontier kemur með nýja nálgun í heimi survival-leikja þar sem spilararnir sjálfir byggja upp innviði leiksins, hagkerfi og samfélög í risavöxnum heimi. Við erum að búa til upplifun þar sem ákvarðanir hafa áhrif, og afleiðingarnarnar geta orðið stjarnfræðilegar,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í tilkynningu. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.CCP Þá byggir leikurinn á bálkakeðjutækni eða „blockchain“ og mun það gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi og hafa aukin áhrif á leikinn, samkvæmt Eyrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra leikjaútgáfu CCP. „Hjá CCP ríkir ástríða fyrir nýsköpun og við erum afskaplega spennt að tilkynna um útgáfu nýs leiks sem hefur verið í þróun hjá okkur undanfarin tvö ár. Á meðan við nýtum þá reynslu og þekkingu sem útgáfa EVE Online og annara titla hefur gefið okkur undanfarin tuttugu ár, erum við óhrædd að fara nýjar slóðir í okkar vöruþróun. Hér nýtum við meðal annars bálkakeðjutækni til færa spilurum ný tækifæri og aukin áhrif, meðal annars til að móta nýtt stafrænt hagkerfi, og þar munu spilarar okkar, líkt og svo oft áður, eflaust koma okkur á óvart með sköpunarkrafti sínum,“ er haft eftir Eyrúnu í í áðurnefndri tilkynningu. Eyrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri leikjaútgáfu CCP.CCP Á vef leiksins segir að spilarar vakni í heimi þar sem siðmenningin hafi liðið undir lok, 23 þúsund árum eftir sögu EVE Online, og þurfa spilarar að lifa af gegn óvinveittum vélmennum og öðrum spilurum og berjast um takmarkaðar auðlindir heimsins. Leikjavísir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Í grunninn er EVE Frontier fjölspilunarleikur sem gengur út á að lifa af í harðneskjulegum heimi. Á ensku kallast þessir leikir „Survival MMO“ en þessi leikur gerist á einum vefþjóni þannig að allir spilarar lifa í sama heiminum, eins og í EVE Online, en sá heimur spannar þúsundir sólkerfa. Hér að neðan má sjá fyrstu stiklu leiksins. „EVE Frontier kemur með nýja nálgun í heimi survival-leikja þar sem spilararnir sjálfir byggja upp innviði leiksins, hagkerfi og samfélög í risavöxnum heimi. Við erum að búa til upplifun þar sem ákvarðanir hafa áhrif, og afleiðingarnarnar geta orðið stjarnfræðilegar,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í tilkynningu. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.CCP Þá byggir leikurinn á bálkakeðjutækni eða „blockchain“ og mun það gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi og hafa aukin áhrif á leikinn, samkvæmt Eyrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra leikjaútgáfu CCP. „Hjá CCP ríkir ástríða fyrir nýsköpun og við erum afskaplega spennt að tilkynna um útgáfu nýs leiks sem hefur verið í þróun hjá okkur undanfarin tvö ár. Á meðan við nýtum þá reynslu og þekkingu sem útgáfa EVE Online og annara titla hefur gefið okkur undanfarin tuttugu ár, erum við óhrædd að fara nýjar slóðir í okkar vöruþróun. Hér nýtum við meðal annars bálkakeðjutækni til færa spilurum ný tækifæri og aukin áhrif, meðal annars til að móta nýtt stafrænt hagkerfi, og þar munu spilarar okkar, líkt og svo oft áður, eflaust koma okkur á óvart með sköpunarkrafti sínum,“ er haft eftir Eyrúnu í í áðurnefndri tilkynningu. Eyrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri leikjaútgáfu CCP.CCP Á vef leiksins segir að spilarar vakni í heimi þar sem siðmenningin hafi liðið undir lok, 23 þúsund árum eftir sögu EVE Online, og þurfa spilarar að lifa af gegn óvinveittum vélmennum og öðrum spilurum og berjast um takmarkaðar auðlindir heimsins.
Leikjavísir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira