Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í Vestur­bænum, Gló­dís Perla og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar fara vestur í bæ.
Víkingar fara vestur í bæ. Vísir/Diego

Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á stórleiki í Bestu deildum karla og kenna, Formúlu 1, golf, hafnabolta og Bayern München þar sem Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.45 hefst útsending úr vesturbæ Reykjavíkur þar sem KR mætir Víking í Bestu deild karla. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, tekur út leikbann og getur því ekki skeggrætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, á hliðarlínunni í dag.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 16.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals.

Besta deildin

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Laugardalnum þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti Breiðabliki.

Vodafone Sport

Fyrsta Formúlu 1 æfing dagsins í Aserbaídsjan er klukkan 09.25. Klukkan 12.55 er æfing önnur æfing dagsins á dagskrá.

Klukkan 16.25 hefst leikur Þýskalandsmeistara Bayern og RB Leipzig. Reikna má með að Glódís Perla standi vaktina í vörn Bayern.

Klukkan 18.25 er Solheim Cup-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Klukkan 22.30 er leikur New York Mets og Philadelphia Phillies í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×