Lífið

Ráð­gjafi Banda­ríkja­for­seta í Hörpu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Margt var um manninn á Haustráðstefnu Advania á dögunum í Hörpu.
Margt var um manninn á Haustráðstefnu Advania á dögunum í Hörpu.

Húsfyllir var á Haustráðstefnu Advania, sem haldin var í 30. skipti í Hörpu á dögunum. Aðalfyrirlesarinn í ár var gervigreindarstjarnan Nina Schick en hún hefur síðustu misseri verið ráðgjafi fyrir Bandaríkjaforseta, NATO og marga fleiri í málefnum gervigreindar.

Kynnir ráðstefnunnar var leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir og í eftirpartýinu komu fram GDRN og Magnús Jóhann og svo tók DJ Dóra Júlía við og sá um stemninguna. Advania fékk Svönu Lovísu Kristjánsdóttur til þess að skreyta Hörpuna fallegum blómum þessa daga.

Fyrri dagurinn var vefráðstefna opin öllum landsmönnum og endaði dagurinn á sérstöku boði í Björtuloftum Hörpu fyrir konur í tækni á Íslandi. Seinni daginn fór svo fram aðaldagskráin í Hörpu þar sem yfir 500 gestir hlustuðu á innlenda og erlenda fyrirlesara ræða gervigreind, sjálfbærni og öryggismál.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá Haustráðstefnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.