Handbolti

Gummersbach gaf mikið eftir í seinni hálf­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson sá sína menn í Gummersbach gefa mikið eftir í seinni hálfleiknum.
Guðjón Valur Sigurðsson sá sína menn í Gummersbach gefa mikið eftir í seinni hálfleiknum. Getty/Tom Weller

Gummersbach tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í dag þegar liðið lá á heimavelli á móti Lemgo.

Eftir fínan fyrri hálfleik fór allt að ganga á afturfótunum í þeim síðari. Lemgo vann leikinn á endanum með tveggja marka mun, 29-27.

Lærisveinar Guðjóns Vals Guðmundssonar í Gummersbach höfðu unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins, einn í deildinni og tvo í Evrópukeppninni.

Gummersbach var líka þremur mörkum yfir í hálfleik, 17-14.

Byrjun seinni hálfleiksins var aftur á móti hræðileg fyrir lærisveina Guðjóns Vals sem töpuðu upphafsmínútum hans 5-1. Lemgo var því komið yfir og með tökin.

Erftir það var Lemgo skrefinu á undan og landaði að lokum þessum tveggja marka sigri.

Íslensku mörkin í leiknum voru sjö. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk en Teitur Örn Einarsson var með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar.

Íslensku strákarnir skoruðu sex mörk í fyrri hálfleik en aðeins eitt í þeim síðari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×