„Dóttir okkar fékk nafnið sitt á þessum sólríka haustdegi. Kolfinna Anna Kolka Júlídóttir. Þrjú nöfn eins og Bjartur stóri bróðir,“ skrifaði parið við færsluna.
Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leiddi athöfnina sem fór fram í heimahúsi.
Stúlkan kom í heiminn 9. maí síðastliðinn og er fyrsta barn þeirra saman en fyrir eiga þau hvort sinn strákinn. Þau Þórdís og Júlí voru í sama bekk í Listaháskóla Íslands og höfðu verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völd. Þau trúlofuðu sig í maí árið 2022.